Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 50
I^o
hinum. feir eru kaldir og sterkir, helzt með beinserki, eins og Göngu-
Hrólfur, og því stirðir í beygingum, en góðir eru þeir fyrir sinn hatt.
Svo er Skúli fógeti og eins Eirikur formaður; þeim kalli er meistaralega
lýst. Vel lýsa og þessar línur Hrólfi sterka, áður hann leggur á stað til
að leysa út syni sína:
». . . en saman vafði hann vettlingana
og vatt þá sundur handa milli.«
Og einkennilegt er þetta erindi í kvæðinu eptir Konráð Gislason:
>Forn í skapi, forn í máli
farinn er hann til þeirra á braut,
er sálir áttu settar stálí,
situr hann nú hjá Agli og Njáli,
Abrahams honum er það skaut.«
Tilfinningasemi finnst vart i nokkru kvæði Grims. Yfir sumum
þeirra er þunglyndisblær, en þó vart yfir nokkru áf hinum nýrri. Til
þess má nefna »Leiðsla« og »01und«, hvorttveggja i eldra safninu; bæði
eru þrútin af leiðindum og lýsa vel því hugarástandi, sem þau eiga að
gefa til kynna. Nokkur heimspekileg kvæði eru i nýrra safninu og
kallast »Stjörnu-Oddadraumur hinn nýrrh. Þar stendur t. d. þetta:
»Hvort Búdda þessi, heiðnum hinn
hallaðist kreddum að,
þriðji kenndist við Kóraninn,
kemur f sama stað«,
þ. e. a. s., ef hann elskar sannleikann; þá er hann velkominn þar sem
kærleikans orð er flutt, því þar hittast menn af öllum trúarflokkum.
fau kvæði, er Grímur hefur kveðið hin siðustu ár, standa að engu
á baki hinum eldri, þótt þau sje kveðin af honum hálfáttræðum, og hið
nýja ljóðasafn, sem kom út í fyrra hjá Gyldendal i Khöfn, geymir
mörg hin beztu kvæði hans.
J~>orst. Gíslason.
Kvæði.
1. Núllin.
Pótt núllin í þúsundum þyrptust í eitt,
en þar væri »einn« ekki hjá,
þau giltu’ ekki vitund og gætu’ ekki neitt,
þvíjgildið af »einum« bau fá.