Eimreiðin - 01.05.1896, Blaðsíða 51
Svo mörg eru núllin í heiminum hjer,
menn halda’, að þau gildi’ ekki neitt;
en sannlega núllið þó ónýtt ei er,
ef eitthvað er framan við skeytt.
Menn optlega núll kalla þann eða þann,
og þykir hann vera’ ekki neitt;
en taktu hann með þjer, þá tifaldar hann,
það talið ei var nema eitt.
Af sjálfum oss gildum vjer hót ekki hjer,
en himnanna drottinn er einn;
ef hann fyrir framan oss alls staðar er,
þá ónýtur verður ei neinn.
Og einn ríkti drottinn í upphaíi hár,
en ótalmörg núll ljet hann gerð;
og vegsemd hans margfaldast ár eptir ár
við alla þá núllanna mergð.
11. Grunnt og djúpt.
»Það er eflaust örgrunnt hjer,
alla leið í botninn sjer«.
Svona stundum sýnist þjer,
silfurtær ef lindin er.
»Það er sjálfsagt hyldjúpt hjer,
hvergi fyrir botni sjer.«
Svona stundum sýnist þjer,
sorafullt ef vatnið er.
Þegar svona sýnist þjer,
sjálfur býsna grunnt þú fer.
Grunnt er opt þar gruggugt er,
gegnum djúpið einatt sjer.
Hreina lindin hugnast mjer,
hvað sem annars grunn hún er.
Gruggið hvergi sómir sjbr,
sje það djúpt, er þeim mun ver.
111. Temperamentin.
Hinn Ijettlyndi berst fyrir straumi sem strá,
er stundum sjer hossar á bárum,
en stundum sjer dýfir í bylgjurnar blá
og baðar sig skinandi’ í tárum;
9