Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 56

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 56
136 tekin upp, ef vart hefur orðið við sýki í garðinum. Er þá bezt að slá ,kartöflugrasið’, sem menn kalla, raka Jm vandlega burt og brenna siðan. Að því loknu skal bíða með uppskeruna vikutima, og skal það gjört til þess, að sporarnir i moldinni geti ekki fest sig við jarðeplin og þannig haldið sýkinni við, en eptir vikutíma eru þeir allir dauðir. Meðan útlend jarðepli eru höfð til útsáðs á íslandi, getur sýki þessi komið upp er minnst von um varir, en ef hyggilega er að farið, ætti að veita hægt, að útrýma henni aptur, en í svipinn getur hún valdið allmiklu tjóni. Ef menn ræktuðu jarðepli á Islandi svo mjög, að ekki þyrfti að hafa útlend jarðepli til útsæðis, þá yrði tæplega vart við sýki þessa. Menn ættu annars að leggja miklu meiri stund á að rækta jarð- epli og aðrar matjurtir i landinu sjálfu. Eað er viðast hvar á Islandi nægilegt landrými, að minnsta kosti má viðast hvar koma fyrir nokkrum matjurtagörðum. Frá þeim hjeruðum, er bezt væru fallin til matjurta- ræktar, mætti flytja forða til ,mögru’ hjeraðanna,* en til þess þurfa sam- göngur auðvitað að vera greiðari, en þær eru nú. Kaupmenn flytja út- lend jarðepli til landsins, af þvi að jarðeplaræktin er i ólagi; þeir mundu auðvitað fúslega kaupa islenzk jarðepli af islenzkum bændum og selja sjómönnum og öðrum, er þyrftu, ef þau væri að fá til muna. Jarðepli eru verzlunarvara á Islandi, því hagnýta bændur sjer það ekki? Það er svo margt og mikið, sem Islendingar verða að kaupa frá útlöndum, að nóg verður eptir, þótt þær vörur dragist frá, er afla má í landinu, sjer- staklega ef þess er gætt, að vörurnar geta verið eins góðar og eins ódýrar. Helgi Jónsson. Alþingi hið forna á Mön. Úr miðju írlandshafi, miðja vega milli írlands, Englands og Skot- lands, rís M ö n (á keltnesku Mann) úr sæ. Hún er opt nefnd í sögum vorum. Haraldur hárfagri lagði hana undir sig og ríktu lengi siðan konungar á eynni, af norrænum ættum. Njálssynir börðust við Guðröð konung úr Mön. En jeg ætla mjer ekki hjer að segja sögu Manar. Jeg ætla mjer að segja frá alþingi Manarbúa, sem enn i dag er haldið á líkan hátt og i fornöld hjá oss á Þingvöllum við Öxará, undir beru lopti, á lögbergi helga, og í námunda við það. Jeg var staddur á Mön 5. júli 1895, þann dag er þing var sett. Gisti jeg hjá skáldsöguhöfundinum Hall Caine, sem var á Islandi fyrir nokkru, og er frægari öllum öðrum eyjarskeggjum. Riðum við á þing snemma um morguninn og var þá fjöldi fólks að drífa að úr öllurn áttum til Tynwald, sem þingið kallast. Munum vjer nú litast þar um áður á þing er gengið.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.