Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 59

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 59
139 elzta skeiðarþings (Glenfaba Skeading) allt hið sama upp á Manar-mál- lýzku (Manx). Er það keltneskt mál og náskylt írsku. Þegar hann hefur lokið þessu, ris jarl af stóli sínum og er þá leikið lagið vGod Save the Queen«, en þingmenn ganga aptur í röð til kirkju. Setjast þeir nú í kórinn og byrja umræður. Jarl setur þingið og áð,ur en tekið er til starfa, eru hin nýju lög undirskrifuð og gerð að i>Act of the Tynwald Court«. Þinghúsið sjálft er í Douglas, höfuðborginni, og þangað fara þingmenn á járnbraut samdægurs. Þingvöllur og Lögberg (Tynwald Hill) eru nær miðri Mön og rúmar 8 milur enskar frá Douglas. Norðmenn hafa kosið sjer þingstað á Mön eins vel og á Islandi, og er ekki hægt að finna stað á eynni betur hentan til þess. íslendingum mun þykja gaman að vita, hvernig sambandi Manar við Bretastjórn er varið. Hermál, flotamál, póstmál, telegrafmál og toll- mál Manar heyra Bretastjórn einni. Manarþing ræður, hvað gert er við hinn árlega tekjuafgang eyjarinnar. Samþykki jarls þarf til að bera upp frumvörp á þingi. Frumvarp afgreitt frá þingi (Bill) verður ekki löggilt (Act) fyr en fjallað hefur verið um það í Lundúnum. Jarl hefur fullt neitunarvald og beitir því, eptir ráðum Bretastjórnar, með hógværð og stillingu. Enskir lagamenn segja, að ensk lög, afgreidd á Lundúnaþingi og samþykkt af drottningu, hafi gildi á Mön, ef þingið skýtur inn »Me of Mam í laga textann, en lagamenn Manar neita því. E)7jarskeggjar þola engin lög, er þeim geðjast illa að, og hafa stundum látið kenna á því. Fyrir nokkrum árum voru lesin upp lög á lögbergi, sem sjómönn- um Manar mislíkaði. Gerðu þeir óp mikið að lögbergi og lýstu yfir, af hálfu þingheims, að aldrei mundu þeir hlýða þeim lögum, er nú voru upp lesin. Ætluðu þeir slikt vera ólög, en ekk lög. Sá jarl sjer ekki annað fært, þó herlið væri til taks, en að láta undan eyjarskeggjum, þvi þeir höfðu allir vopnazt, en herliðið sat i kvíum og gat illa vörn við komið. Þótti Englendingum þetta drengilegt bragð og íjetu lögin niður falla, eins og þeirra var von og visa. Landslag er fagurt á Mön. Helzta fjallið á eynni heitir Snaefell (Snæfell). A annað hundrað þúsund »túrista« (ferðamanna) sækja þangað og dveljast á sumrurn. Er það hin mesta auðsuppspretta fyrir eyna, enda gera þeir Manarbúar margt til að hæna ferðamenn til að dveljast þar. Gladstone gamli hefur dvalið á Mön og er haft eptir honum þar, að öll börn, sem eru fædd i sjávarsýn, sjeu bláeyg. Kemur það vel heim á Mön, þvi þau eru svarteyg upp til sveita. Walter Scott ferðaðist á Mön og er ein skáldsaga hans af eynni. Thomas Wilson biskup er Jón Arason Manar. Hann var biskup i 58 ár, ráðríkur rnaður og siðavandur, og rjeði lögum og lofum á eynni, meðan hann lifði. Hann bætti hag Manarbúa og kom á aptur lögum Guðröðar konungs, sem áður er nefnt að barðist við Njálssyni. Er Wilson talinn einn af höfuðskörungum Manar, þó hann væri harðráður og óbilgjarn. Aðalskörungur Manar á vorum dögum er Hallur Caine. Hann hefur ritað þrjár skáldsögur frá Mön, The Deemster (lögsögumaðurinn), The Bondman (bandinginn) og The Manxman (Manarbúinn). Fyrsta sagan fer fram i byrjun 18. aldar, önnur sagan i byrjun 19. aldar — nokkur hluti hennar heima á Islandi — og hin síðasta á vorum dögum, og er hún
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.