Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 65
145
Svo lítur hann blítt á það bezta, er hann á;
hve björt átti’ hún augun, hve langt var þeim frá
það veila, það veiklega og deiga.
Það ættmark var jafnan hans unun að sjá,
og aldrei var Ragnheiður fegurri en þá;
hann fann það, að dóttir er dýrgripur sá,
sem dýrastan biskupar eiga.
Og hefði þig grunað, hve hagsýnn hann var,
og hefðirðu sjeð hana Ragnheiði þar
frá borðinu brosandi ganga,
þá skildist þjer gleðin, sem greip hann svo títt:
hve gjaforðið það yrði veglegt og fritt,
og þá mun þjer skiljast, að brosið var blítt,
sem breiddist um föðursins vanga.
Hún hafði ekki grun um, hver gimsteinn hún var,
það gladdi’ hana meira, að hann ræddi ekki par
um stillingu, soll eða sauma.
Það lykst þar nú inni og allt, sem þar býr,
er aptur hún járnbendu hurðina knýr;
en úti var heimurinn inndæll og nýr
í ilmskrúði vorhlýrra drauma.
Hann.
Ef inni glímdu latínsk Ijóð
við líf og æsku fjör,
en úti vor, í æðum glóð,
og ástar koss á vör,
þú fannst það opt, en einkum þá
um inndælt júní kvöld,
hve greipin á þeim gamla ná
var grafar nístings köld, —-
sem hljómlaus tunga, dysjuð dýrðar öld.
Þú manst, hve þá sá blossi brann,
sem blundað hafði í ró,
því kuldinn æsti eldinn þann,
io