Eimreiðin - 01.05.1896, Side 66
146
unz augað gneistum sló;
og þegar sunna seig í ós
og svaf in lærða drótt,
þá gat ei byrgt þin brúnaljós
in blíða, þögla nótt.
Hún varð að sitja og hvísla blítt og hljótt.
Og er hin mæra morgundís
á Mosfellsheiði reið,
hún bræddi úr Hengli allan ís,
en ekki af þinni leið;
því þar var sífellt sama stríð
við sama drauginn háð;
og þá kom prófsins þrauta tið,
og þar var engin náð.
í stuttu máli: lítil von um »láð«.
Nú var þitt sæti í bekknum breytt
og bræðra þinna sveit.
Þú hafðir verndað að eins eitt:
þín ást var sæl og heit.
Og skáld sín Island einu jók:
í úlpu vasa lá
í kyrru leyni lítil bók
með Ijóðum mörgum á.
Það var þinn koss, þín kvöl, þín ástarþrá.
En nú var líka bætt þitt böl
við brjef um leyndan fund.
Hve skyldi’ hún launa langa kvöl,
hin litla, sæla stund.
En hennar fögru augum í,
er ást þín hafði þráð,
þjer mættu dökk og döpur ský, —
þitt dýra, missta »láð«.
Og þar var líka lítil von um náð.
Nei. Skólinn átti einn mætan mann
i minni tíð í Vík;