Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 67

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 67
147 það kunna ekki allir eins og hann á ást og grammatík. Hann sá í bekknum vænast var að varast allan ríg, því hafði’ hann aðra heima þar, en hina vestr á Stíg; og þú skalt vita’ hann vann ei fyrir gíg. Og hann mun optast höfnum ná, sem hefur lagið það: og þyki’ hún heimsk, mín spaka spá, má spyrja rektor að. En bezt af öllum breyta þeir, sem bíða prófsins rótt, — þær gömlu eldast enn þá meir, þær ungu vaxa fljótt — og láta Maðvíg duga dag og nótt. En hafi þjer ei þetta nægt, ja, þá hef jeg þá von, að þú sem drengur dæmir vægt hann Daða Halldórsson. Hann hefði feginn lesið ljóð urn liðna styrjar öld, en hann var ungur, heitt hans blóð, og heiðríkt júní kvöld, en ljóðin gömlu, dauðans, dauðans köld. Hann horfði gamla Hóraz á, hann horfði langa stund; það eitt hann fann, það eitt hann sá: sitt unga, fagra sprund. Hann mundi, að hendur mættust tvær, hann mændi á ljósan hvarm, hún horfði á mót, hans hjartans mær, — svo hvíldi’ hún við hans barm, og lagði hljóð um hálsinn mjúkan arm. 10*

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.