Eimreiðin - 01.05.1896, Side 71
Reykjavik í viðbót við prestaskólann og læknaskólann og þessir þrir
skólar sameinaðir i eina heild, þá væri með þvi stofnsettur háskóli á
íslandi, en hinir, sem segja, að þetta væri enginn háskóli, heldur ein-
göngu embattismannaskóli, komast ekki upp fyrir moðreyk. Þar sem
skoðanir manna um þetta eru svo skiptar,. þykir mönnum kannske gam-
an að sjá, hvernig Jón sál. Sigurðsson leit á það mál. Petta má sjá af
»Nýjum fjelagsritum« XXVII, 54, þar sem hann er að skýra frá því,
að dómsmálaráðgjafi Nutzhorn hafi i ræðu á þingi Dana sagt, að Islend-
ingar vildu komaupphjá sjer »sjerstökum háskólai.. Við þessi orð ráð-
gjafans hnýtir Jón Sigurðsson þessari athugasemd: »Ráðgjafinn snýr
þetta út úr því, að alþing hefur talið nauðsyn á lagaskóla og lækna-
skóla; en þetta er enginn háskóli, heldur undirbúningsskóli handa embattis-
mannaefnum, eins og prestaskólinn núerhanda prestaefnum«. Utúrsnún-
ing leyfir hann sjer að kalla það, að vera að tildra háskólanafni upp
á þess konar undirbúningsskóla. En hann hefur kannske ekki verið
eins kunnugur háskólum, maðurinn sá, eins og háskólagasprararnir íslenzku,
sem þykjast geta borið saman alla háskóla i heimi og metið gildi þeirra,
þótt þeir hafi engan þeirra sjeð!
Bókafregn.
FINNUR JÓNSSON: DEN OLDNORSKE OG OLDISLANDSKE LITTERA-
TURS HISTORIE. II. b., 1. h. Khöfn 1895.
Fyrir nálega tólf árum tók dr. Finnur Jónsson að undirbúa sig til þess að
rita ýtarlega sögu fornbókmennta vorra og Norðmanna. Yms rit og ritgjörðir
hafa síðan komið út eptir hann, og hann hefur gefið út nokkur fornrit vor vel
og vandlega, en allt starf hans hefur þó stefnt að sama takmarkinu, að rannsaka
fombókmenntimar og tungu vora.
1894 kom út fyrsta bindið af hinni fornnorsku og forníslenzku bókmennta-
sögu hans og er hún gefin út á kostnað Carlsbergssjóðsins'. Þetta bindi er
650 bls. að stærð og nær frá upphafi kveðskaparins í Noregi og fram til ársins
1100. Fyrri hluti bókarinnar er um Eddukvæðin, en hinn síðari um skáldakvæð-
in og skáldin. Ein grein er þar um heimkynni Eddukvæðanna, er menn greinir
mest á um; hún er 22. bls. að lengd. Um þessa grein hefur dr. Bjöm M. Ólsen
ritað rækilega. Dr. F. J. hefur með miklum lærdómi og skarpskyggni talið þar
allt, sem gæti bent á, að Eddukvæðin sjeu ort i Noregi, eða geri það mögulegt
og sennilegt. Þá er prófessor S. Bugge er frá talinn, hefur líklega enginn vísinda-
maður, er nú er uppi, lagt meiri alúð á, að rannsaka Eddukvæðin, en dr. F. J.
Margt hefur skýrzt við rannsóknir hans á kvæðunum, en að því er snertir upp-
runa þeirra í Noregi, þá hefur hann sannfært oss um það, að það muni aldrei
verða sannað, að flest þeirra sjeu ort þar; að öðrum kosti mundi slíkur eddu-
fræðingur, eins og F. J., sem einnig er einhver hinn lærðasti maður í öllum
fornum norskum og íslenzkum kveðskap, hafa getað leitt sterkari rök að því, að
flest kvæðin væru ort í Noregi. Hann hefur rannsakað þetta svo nákvæmlega,
1 Saga þessi er rituð á dönsku, af því hún er samin með styrk af dönsku fje.