Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 73
153
einfalt, látlaust og auðskilið. Er eigi laust við það, að oss finnist höf. rita þýð-
ara mál að tiltölu, er hann ritar dönsku, en íslenzku. Ennfremur er bókin áreið-
anleg og nákvæm; sárfáar villur hef jeg rekið mig á. Dvöl Sigurðar slembis á Islandi
(bls. 28) hafði jeg sett árið 1135 — 36 og erþaðnærri því, sem höf. hefur gert, enþó
er þetta eigi alveg víst. »Toppr fyr nefe« (bls. 146) á líklega að skilja sem topp-
ur fyrir framan eða neðan nefið, þ. e. skegg, Hildigunni tröllkonu þykir undar-
legt, að sjá það á svo litlu barni sem Oddi, því barnunginn hann bróðir hennar
mun eigi hafa haft það, og var hann þó meiri vexti. Misritazt eða misprentazt
hefur Nikolaus af Sabina í staðinn fyrir Vilhjdlmr af Sabina (bls. 100), 1155 í
-Staðinn fyrir 1195 (bls. 168). Dagstyggr Þórðarson dó af sótt en ekki sárum. —
En allt þetta eru smámunir.
Það er bæði gagnlegt og gaman að lesa um forfeður vora. Vissulega hafa
þeir afrekað rnikið á 10., n. og 12. og líka á 13. öldinni, að því er bókmennt-
irnar snertit; en menn hafa þó varla gætt þess nógu vel, hve vel þeir stóðu að
vígi að sumu leyti. Hins vegar niega þeir þó eiga það, að þeir framan af lögðu
mikla stund á búnaðinn og á það, að halda efnahag landsins í svo góðu lagi,
sem unnt var. En um 1200 var allur grundvöllurinn undir stjórnarskipun lands-
ins genginn úr lagi. Þá tók og sjerplægni forfeðra vorra og ólöghlýðni, sundur-
lyndi og aðra spilling þeirra að keyra fram úr öllu hófi. þ>eir gættu sín eigi og
týndu frelsi sínu.
Allt þetta, öll vor saga er næsta lærdómsrík, er menn athuga hana ræki-
lega. Jeg veit eigi, hvar ungmenni Islands geta fengið fegurri dæmi til fyrir-
myndar og uppörvunar eða önnur áhrifameiri til aðvörunar en úr henni.
u'h. 1896.
Bogi Th. Melsteð.
íslenzk hringsjá.
BÆKUR SENDAR EIMREIÐINNI:
HIÐ ÍSLENZKA GARÐYRKJUFJELAG 1895 og 1896. í hinum fyrra
árgangi þessa ritlings er fyrst skýrt frá tilgangi Garðyrkjufjelagsins, og er hann í
fám orðum sá, að glæða áhuga landsbúa á garðy'rkju, útvega rnönnum gott og
nægilegt fræ til útsæðis og afla þekkingar á því, hverjar tegundir þrífast bezt á
Islandi, og sjá um, að þessi þekking útbreiðist meðal almennings. Auk þess eru
í þessum árgangi stuttar ritgerðir um gulrófnaræktun, kartöplur, blómkál, græn-
kál, pípulauk, spænskan kerfil, arfa, sáning og ræktun gulrófnafræs, o. fl.
I hinum síðara árgangi er um blómrækt úti og inni, um savojkál og toppkál,
gulrætur, hvönn, heimilisnjóla, rhabarber, ribs, geymslu matjurta o. fl. Af rit-
gerðurn þessum eru flestar eptir fyrv. landlækni Schierheck, nokkrar eptir land-
fógeta Arna Thorsteinsson, en hinar eptir skólastjóra Torfa Bjarnason, garðyrkju-
nemanda Einar Helgason, búfræðing Aðalstein Halldórsson, sýslumann Björn Bjarn-
arson o. fl.
Þó þetta ársrit sje ekki fyrirferðarmikið (um 30 bls. hvert, í mjög litlu
broti), þá eru þó í því svo margar góðar bendingar fyrir íslenzka búendur,