Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 74

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 74
154 að það ætti að vera á hvers manns heimili. Kostnaðurinn við að afla sjer þess er heldur ekki svo mikill, að hann geti fælt neinn frá því. Það kostar nefnilega eina 20 aura, og fjelagsmenn, er taka hjá fjelaginu fræ fyrir 1 kr., fá það alveg ókeypis. Vjer getum ekki nógsamlega mælt með því, að sem allraflestir vildu bæði kynna sjer þennan ritling og gerast fjelagsmenn í þessu lofsverða fjelagí. Hjer þarf ekki (eins og svo opt á sjer stað) að metast um það, hvort fjelagið eigi það skilið. Eigingirnin ein, sem öllum er meðfædd í meira eða minna mæli, ætti að vera nóg til að reka menn hópum saman í fjelagið, því sú blessun, sem skynsamleg garðyrkja getur fært í búið, — hún er ekki á fáa fiska. Það er ekki nóg með það, að matjurtaræktin eykur forða búsins og minnkar þannig útgjöld til annara fæðutegunda, heldur hefur hún mjög mikla þýðingu fyrir heilsu manna. Til þess að líkaminn geti haldizt heill og hraustur, verður sú fæða, sem hann fær, að vera samsett af ýmsum mismunandi efnum, og í matjurtunum eru einmitt ýms efni, sem eru nauðsynleg fyrir líkamann, en sem menn vanalega fá, allt oflítið af á íslandi, þar serii lítil eða engin garðyrkja er. Þessu hafa útlendir læknar, sem ferðazt hafa um ísland, veitt eptirtekt, og tekið það fram i ritum sínum. í þriðja lagi stuðlar matjurtaræktin að því, að gera fæðuna rniklu breyti- legri og ljúffengari, en hún ella getur orðið. Að því er sjerstaklega snertir blóm- ræktina, þá hefur hún auðvitað ofurlítinn kostnaðíför með sjer, sem ekki kem- ur aptur í beinhörðum peningum. En sá kostnaður er þó harla lítill í saman- burði við þá ánægju og yndi, sem hún getur veitt mönnum. Það er ekki nóg, til þess að mönnum geti liðið vel andlega og líkamlega, að sjá vel fyrir rnunni og maga. Sýn og ilman verða að hafa eitthvað fyrir sig, og það verður ekki ofsögum af því sagt, hve göfgandi og hressandi áhrif það getur haft á anda manna að horfa á litfögur blóm og anda að sjer ilmlopti þeirra. Að hafa falleg blóm í kringum sig, er sá vissasti vegur til að auka fegurðartilfinninguna og þau geta gert þá glaðlynda og ljettlvnda, sem annars kannske sætu nöldrandi eða hímdu í einhverju þunglyndismóki. Vjer viljum sjerstaklega minna hinar íslenzku konur, sem jafnan munu verða hinir beztu verðir fegurðar og ánægju á heimil- inu, á það, hve heillarík áhrif blómræktin getur haft á tilfinningalíf barnanna. Kennið börnunum að elska blómin, og þau ntunu þá elska fleira, sem er fagurt og gott. — En auk þess sem garðyrkjan ætti á hverju einstöku heimili að geta orðið mikil búbót, stutt heilsuna og bætt ’smekkinn (líkamlegan og andlegan), þá ætti hún líka innan skamms að geta beinlínis orðið álitlegur atvinnuvegur fyrir marga, ef menn legðu svo mikla stund á hana, að afurðir garðanna yrðu margfalt meiri, en þörf væri á fyrir búið. Garðávextir eru hvervetna ágæt verzl- unarvara, og svo munu þeir líka reynast á Islandi, jafnskjótt og samgöngur innan- lands eru komnar í viðunanlegt horf; því greiðar samgöngur eru jafnt skilyrði fyrir því, að þessi atvinnuvegur geti þrifizt eins og aðrir. Góðar samgöngur eru nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að nokkur atvinnuvegur geti tekið framförum og nýir risið upp. FRAMSÓKN II, 4. Útgefendur Sigribur porsteinsdóttir og Ingibjörg Skapta- dóttir Seyðisfirði, apríl 1896. í blaði þessu er meðal annars »athugasemd við grein herra Boga Th. Melsteðs í 1. hepti Eimreiðarinnar II. árg. um kvennasýning- una í Khöfn 1895«, og hafa útgefendur blaðsins óskað hennar getið í EIMR. Er athugasemd þessi þess efnis, að þar sem B. Th. M. í grein sinni segir, að íslenzku blöðin hafi lítið minnzt á hluttöku íslenzkra kvenna í sýningunni, en sum sagt skakkt frá, þá geti þessi ummæli ekki átt við ;>Framsókn«, þv! að það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.