Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 76

Eimreiðin - 01.05.1896, Síða 76
165 stendur, að menn viti ekld, hvað orðið gróslappi þýði.. Það mun standa líkt á með það ‘orð og Hölluslappi (bls. 201) og vera samsett af Grö- (f. Grdu) og orðinu slappi, sem talið er í SnE. II, 496 líkrar þýðingar og »sláni, hrotti, glanni" o. s. frv. Orðið »slappi« kemur líka fyrir í Sturl. I, 320 (sem auknefni) og víðar. Á bls. 182 er þess getið við skýringuna á laukagarður, að með því að jurtagarðar hafi ekki verið til á Islandi, þá virðist það vera tilbúningur sögu- ritarans, að laukagarður hafi verið á Helgafelli. þes^u getum vjer ekki verið sam- dóma. Um miðja 16. öld er getið um »laukagarð« á íslandi (á Hólum í Hjalta- dal), og vjer álitum víst, að menn hafi ræktað bæði ýmsar lauktegundir, hvannir og kál í görðum á Islandi á söguöldinni á ekki allfáum stöðum, líkt og átti sjer stað í Noregi á þeim tímum, sem ljósast má sjá af lögum Norðmanna. Að því er snertir orðið spjótsprika á bls. 194, þá teljum vjer vafasamt, að það sje sam- sett af spjót og prika (af prik), en ætlum öllu fremur, að það sje samsett af spjót og sprika (skylt sprek, sbr. e. sprig, engils. sprec, lágþý. sprikk og no. sprikja). — Þetta er allt og sumt, sem vjer höfum að athuga við þessar skýringargreinar, og er það svo óverulegt, að vjer hefðum alls ekki getið þess, ef eigi hefði verið um jafnvandað verk að ræða. UM NÁTTÚRU ÍSLANDS hefur dr. porvaldur Thóroddsen ritað 4 rit- gerðir í útlend tímarit. Er ein þeirra í sænsku jarðfræðistímariti, »Geol. Fören. i Stockholm Förhandl. (18. b., 1896) og er hún um surtarbrandinn á Vestijörð- um (i>Nogle Iagttagelser over Surtarbrandens geologiske Forhold i det nordvestlige Island«). Er þar fyrst sögulegt yfirlit yfir eldri rannsóknir á surtarbrandinum og skoðanir manna um uppruna hans, og því næst er lýsing á sjálfum surtarbrands- lögunum og jarðfræðiseinkennum þeirra staða, þar sem þessi lög finnast, og fylgja lýsingunum myndir, er sýna legu jarðlaganna á þessurn stöðum. Auk þess fylgja ritgerðinni tveir uppdrættir af Vestfjörðum, er gefa glöggt yfirlit yfir jarðfræðiseinkenni þessa landshluta og sýna, hvar sjeu surtarbrandslög, hverir, stuðlabergsgangar o. fl. Hinar þrjár ritgerðirnar eru í hinu danska landfræðis- tímariti »Geografisk Tidsskiift" (13 b.) og er hin fyrsta þeirra (Fra det nordest- lige Islandt) um ferð höf. um norðausturhluta Islands sumarið 1895 og lýsing á landslagi og jarðlögum þar og fylgir henni greinilegur jarðfræðislegur uppdrátt- ur, er sýnir þetta. Onnur ritgerðin (»Et tohundred Aar gammelt Skrift om islandske Jökler«) er um ritgerð um íslenzka jökla eptir pórð Vidalin (bróður Jóns biskups Vídalíns), er var nafnkenndur læknir og einn hinn mesti náttúrufræðingur sinnar aldar. Þriðja ritgerðin er almennar athugasemdir um eldfjöll og hraunbreiður á íslandi (nNogle almindelige Bemœrkninger om islandske Vulkaner og Lavaströmme*), og er eins með hana og hinar, að margt er á henni að græða, þótt hjer verði eigi nánara frá því skýrt. FORNMENJARANNSÓKNIR Á GRÆNLANDI OG ÍSLANDI. í i.árg. EIMR. (bls. 78—79) var stuttlega skýrt frá fornleifarannsóknum þeim á Græn- landi, er gerðar vóru sumarið 1894 af premierlautinant Daniel Bruun og nokkr- um öðrum rnönnum. Nú er ýtarleg skýrsla (»Arkœologiske Undersegelser i Juliane- haabs DistrikU) komin út um þessar rannsóknir í »Meddelelser fra Grönland« og fylgir henni fjöldi mynda af alls konar húsatóptum o. fl. Sýna myndirnar af bæjarrústum þeim, er grafið hefir verið í, að húsaskipun hefur á Grænlandi ver- ið alveg hin sama og á íslandi á söguöldinni, eins og rannsóknir dr. Valtýs hafa sýnt að hún hafi verið þar. Þannig 'er t. d. ein mynd af bæ, sem er nákvæm-

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.