Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Side 78

Eimreiðin - 01.05.1896, Side 78
i58 mikil ósamkvæmni komi íram í rúnanöfnunum. Þannig hafi elzta skráin ein- mitt sol (en ekki solu), önnur hinna eldri (frank.) hafi laucr (lögr), en hin þriðja (keltn.), sem er yngri, hafi lagor (en þó reid og sol). Enginn geti því vitað, hve gamlar þessar skrá sjeu, og þá fari nú sannanargildi þeirra að minnka, enda sjeu ýms af rúnanöfnunum á þeim breytt og afbökuð. Orðið lung hjá Braga geti eins vel merkt hest (lungr) eins og skip, og sje því ekki mikið á því byggj- andi. Líku máli sje að gegna með hin önnur orð, er B. telji útlend: þau sjeu vafasöm, en þau megi þó skýra á annan veg, en B. geri. Kenningarnar sjeu ekki öllu verri eða margbrotnari hjá Braga en í Eddukvæðunum sumum hverj- um. Að því er snerti tegund þessara kvæða, þá sjeu þau fullkomlega norræn í anda, og þó að lík kvæði kunni að finnast hjá Keltum, þurfi það engan veginn að vera sönnun fyrir því, að hugmyndin. sje fengin þaðan að láni, enda sjeu lík kvæði og til hjá öðrum fornþjóðum. Auk þess hafi B. ekki sýnt, að til sje eitt einasta kvæði hjá Keltum, er sje alveg eins, eins og t. d. Ynglingatal. Að því er snertir bragarhættina og sögu þeirra, þá sje það allt svo miklu myrkri hulið, að af því verði ekkert ráðið. Allt sem um það verði sagt sjeu tómar getgátur og geti aldrei orðið annað. Um myndagerð á gömlum skjöldum vitum vjer svo lítið, að af því verði heldur ekkert ráðið með vissu. Keltneskir skildir han verið öðruvísi, og þótt B. vísi til steina á Englandi og annara hluta með mj'ndum úr norrænni goðafræði, — hvað geti þá slíkt sannað með eða móti kvæðum Braga ? Um Ragnar loðbrók sje það að segja, að það geti raunar ekki verið sá maður, er Steenstrup ætli(í »Normannerne« I,), þarsem Bragi kalli sinn Ragnar »Sigurðar- son« (en Steenstrups R. er Hálfdanarson), en hins vegar sje óvíst, hvort það sje allt sami maðurinn, og það sje jafnvel ekki með öllu vist, að »Ragnar Sigurðar- son« hjá Braga sje R. loðbrók. Það eitt sje víst, að R. og Br. hljóti eptir ætt- liðum að dæma (Ragnarssynir um 870) að hafa verið uppi um sama leyti. Á líkan hátt hrekur dr. Finnur ástæður Bugges gegn Ynglingatali Þjóðólfs og kemst svo að þeirri niðurstöðu, að meðan ekki komi fram öflugri líkur eða sannanir fyrir því, að hin elztu kvæði sjeu yngi, en þau eru sögð, þá verði þau að standa i fullu gildi, en af því leiði aptur, að goðsagnaskýringar Bugges geti ekki verið rjettar, þar sem þær komi í bága við þessi kvæði. Ritgerð dr. Finns er mjög vel samin og mun enginn geta neitað því, að þar sje hraustlega barizt, þar sem þó er við annan eins víking og málfræðiskappa að etja og Bugge er. Má nú sízt á milli sjá, hvorum megin er sókn eða vörn. MAURER OG ÍSLENDINGASÖGUR. Hinn óþre}'tandi og ógleymanlegi íslandsvinur prófessor Konr. Maurer, sem nú er á áttræðisaldri, hefur bæði í fyrra og í ár birt ritgerðir um nokkur rjettaratriði ílslendingasögum, (í »Sitzungs- berichte der philos.-philol. und der histor. Classe der k. hayer. Akad. d. Wiss«. 1895 og 1896), og er í þeim báðum hinn sami dæmafái fróðleikur og skarp- skyggni, sem jafnan hefur einkennt rit hans. Fyrri ritgerðin er um tvö rjettar- atriði í Egils sögu Skallagrímssonar (»Zwei Rechtsfálle in der Eigla«), urn erfða- rjett Hildiríðarsona og erfðamál Egils við Bergönund og bróður hans Atla hinn- skamma. Rannsakar hann nákvæmlega frásögn sögunnar og ber öll atriði henn ar saman við lög Norðmanna á þeim tímum, og kemst svo að þeirri niðurstöðu, að frásögnin um hið fjrra atriðið sje alveg rjett og í fullu samræmi við lögin. Hildiríðarsynir hafi rjettilega verið álitnir frillusynir og sem slíkir ekki átt neitt tilkall til arfs eptir Björgólf, því Hildiríður hafi ekki verið lögleg eiginkona hans, heldur fylgikona. Þetta muni og Hildiríðarsonum sjálfum hafa verið Ijóst, því ella mundu þeir hafa höfðað mál, til þess að ná rjetti sínum, en það hafi þeir ekki gert, heldur að eins beitt brögðum til þess að koma fram kröfum sínum. Að því er snertir erfðamál Egils, þá komi að vfsu fram nokkur ónákvæmni í ein- stökum atriðum í frásögninni um það, en er nánar sje að gætt, komi það þó brátt í Ijós, að þessi ónákvæmni komi einkum til af því, að fljótt sje yfir sögu farið. Hins vegar sje engin ástæða til að efast um það, að rjett sje skýrt frá öllum við- burðum og að allt hafi farið fram á hjer um bil á sama hátt og segir í sögunni. Hin ritgerðin er um Máhlíðingamál í Ejnbyggju (»Zwei Rechtsfálle aus der Eyr- byggja,0> um málið út af meinum Gunnla’ugs Þorbjarnarsonar og málaferli þau, er risu út af hrossahvarfi Þorbjarnar digra. Ber hann frásögn Eyrbyggju saman við frásögnina í Landnámu og við lögin, og kemst að þeirri niðurstöðu, að frásögnin i Eyrbyggju muni vera hárrjett og í fullu samræmi við rjettarfar þeirra tíma á íslandi.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.