Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 79

Eimreiðin - 01.05.1896, Qupperneq 79
159 JEru slíkar rannsóknir sem þessar ekki þýðingarlitlar fyrir oss, því þær sýna, að sögu- sögn sú, sem kemur fram í hinum íslenzku sögum, er miklu áreiðanlegri en rnargir úlendingar halda, og er því varlega í það farandi, að lýsa frásögn þeirra ranga, þótt eitthvað kunni að virðast vafasamt í fljótu bragði, nema óbilug gögn sjeu fyrir hendi til sönnunar gegn þeim. RITGERÐIR UM ÍSLAND. Dr. Jón Stefdnsson, sem nú hefur tekið sjer bólfestu í Lundúnum, en annars verið á faralds fæti og meðal annars ferðazt um Þýzkaland, Holland og Belgíu, hefur ritað fjölda greina um Island, verzlun þess, bókmenntir og samband þess við Danmörk og England í rnörg blöð. Hata flestar þessar greinar birzt í enskum blöðum (•Daily Cronicle«, »Daily News«, »Standard<*-, »Times«, -»Pall Mall Gazette«, »Oueen«, »Field« og »Manchester Guardian«), en nokkrar í þýzkum (»Vossische Zeitung« og »Kölnische Zeitung«), hollenzkum (»Nieuwe Rotterdamsche Courant«), belgiskum (»L’Indépendance Belge«) og norskum blöðum (»Verdens Gang«). Hann liefur og,skrifað ritgerð um jólin á íslandi í enskt tímarit (»London Home«) og aðra um ísland sem »túristaland« (í »Murray’s Magazine«). Auk þessa hefur dr. Jón skrifað margar greinar um önnur efni í ensk blöð og tímarit t. d. um bókmenntir Norðurlanda (í »Aca- demy*, »Athenaum«, »Times«, »IVestminsler Gazette« o. fl.) um Shakespeare (í »Contemporary Review« og »National Observer«), um Bismarck, Ruskin, Vil- hjálm keisara II. og Hollandsferð sína (allar í »London Home«). FYRIRLESTRAR UM ÍSLAND. , Dr. porvaldur Thóroddsen hefur síðast- liðinn vetur haldið fimm fvrirlestra um ísland hjeríKhöfn, einn um líf og háttu Islendinga, atvinnuvegi þeirra, samgöngur, bókmenntir o. fl. (í »Geografisk Sel- skab«), annan um ísland almennt, en þó sjerstaklega um íslenzkar konur (í »Kvindelig Læseforening«), þriðja um surtarbrandinn á íslandi (í »Geologisk Forening«) og loks tvo um eldfjöll og hraun á íslandi (í »Naturhistorisk Forening«). Á Englandi hefur dr. Jón Stefdnsson haldið marga fjnrirlestra um Island, um náttúru þess og líf og háttu íslendinga í Portsmouth og Lundúnum (í »Popular Scientific Society*, »Sommervill Club«, »Victoria Hall«, og »Toynbee Hall«), um bókmenntir Íslendinga,(í »Woking Town Hall« og »Haslemere Naturalist Society«), um sagnaritan íslendinga og íra og um íslenzk áhrif á enskar bók- menntir (báða í »Viking Club)«. Auk þess hefur hann haldið fyrirlestra um Shakespeare (í »Elizabethan Society« og »Skakespeare Society«). Á Þýzkalandi hefur prófessor við háskólann í Berlín, Dr. A. Heusler, er ferð- aðist um ísland í fyrra sumar með konu sinni, haldið fróðlegan fyrirlestur urn landið og íbúa þess (í »Berliner anthropolog. Gesellschaft«). Er þar lýsing á íslendingum, háttum þeirra og hæfileikum og er stuttlega drepið á atvinnuyegi þeirra, bókmenntir o. fl. Getur hann þess meðal annars, að stórmikið vanti á, að auðsuppsprettur landsins sjeu notaðar sem skyldi, enda sjeu landsmenn nú fátækari en á 13. öld. Bátarnir sjeu svo litlir og veiðarfærin svo óhentug, að þeir mundu ekkert fiska, ef fiskigegndin væri ekki svo mikil, að ekki yrði hjá því komizt að afla eitthvað. Landbúnaðinum sje og næsta ábótavant og mætti hann stórum bæta t. d. með því að þurka upp mýrarflákana. Kveður hann margfalt fleira fólk geta lifað á landinu, en nú er þar, 5—400,000 að ætlan skynberandi manna, er lágt hugsi, en þeir sem gefi ímyndaraflinu lausan tauminn ætli jafnvel, að þar gæti verið lífvænlegt fyrir 7 miljónir manna. Að því er snertir áhuga manna á pólitiskum málum, þá sje hann að vísu töluverður, en því miður sjeu ýms stórmál (t. d. stjórnarskrármál, háskólamál o. fl.), sem eigi langtiland, látin sitja i fyrirrúmi fyrir öllu öðru, og öðrum framfaramálum, er miði að því að bæta samgöngur og atvinnuvegi og auka auðmagn landsins, því ekki sinnt eins og brýn þörf sje á. Yfir höfuð ber allur fyrirlesturinn vott um bæði hlýjan hug og mikla dæmigreind og sannleiksást. JÁRNBRAUTIR Á ÍSLANDI. í skozka tímantinu »Scottish Geographi- cal Magazine«, hefur Skoti nokkur, Mr. Johnston-Lavis, birt fróðlega grein um ferðir sínar á Islandi, og hafa kaflar úr henni verið teknir upp í ensk og dönsk blöð. Segir hann, að það sje einkum þrennt, sem hái íslendingum mest: vöntun á kalki, skógum og vegum. Afleiðingin af þessu sje, að hýbýli manna og pen-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.