Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1896, Page 80

Eimreiðin - 01.05.1896, Page 80
i6o ingsliús sjeu mjög svo bágborin, þröng og heilsuspillandi, og sjeþað aptur ásamt öðru orsök í því, hve manndauðinn sje mikill í landinu og að skepnur manna hrynji niður unnvörpum á vetrum. Á þessu rnætti ráða mikla bót, ef góðir vegir væru lagðir urn landið, og einkum ef þar væru lagðar ódýrar mjó- spora járnbrautir. Mætti þá á þeim flytja kynstur af mjólkurbúsafurðum, kjöti, blautfiski og saltfiski til verzlunarstaðanna og síðan senda þaðan til útlanda, svo að þetta kæmist á fáurn dögurn á enska, franska og þýzka markaði. Gætu svo bændur aptur fengið fyrir það timbur, kol, kalk, mjöl og aðrar nauðsynja- vörur. Með slíkum samgöngufærum mundu ekki að eins aflir atvinnuvegir lands- ins taka snöggum framförum og rnenn fá margfalt meira fyrir afurðir sínar, held- ur mundi Island þá og fá dæmafátt aðdráttarafl fyrir útlenda ferðalanga, er rnundu þyrpast þangað til þess að njóta hins afarheilnæma sumarlopts og skemmta sjer þar við veiðar o. fl. Þá gætu og sjúklingar fengið þar bót meina sinna eða að minnsta kosti linað þjáningar sínar við allan þann urmul af ölkeldum, hverurn og laugum, sem úir og grúir af í landinu. Hann telur og líklegt, að ýmsar trjátegundir gætu vel þrifizt á Islandi, svo að korna mætti þar upp nokkr- um skógum, og færir rök fyrir þeirri skoðun sinni. Það er harðla eptirtektarvert, að það fyrsta, sem þessi praktiski Skoti — og það er kunnugra en frá þurfi að segja, að Skotar eru allra manna praktiskastir — rekur augun í hjá oss, er samgönguleysið. Hann sjer undir eins, að einmitt það er undirrót vorra verstu meina, og hann segir liiklaust, að bezta ráðið til þess, að koma fótum undir viðskiptalíf og velmegun landsins, sje að leggja þar ódýrar jdrnbrautir. Og þennan dóm kveður hann upp um sama leyti, sem meginþorri íslenzkra alþingismanna, er daglega ættu að finna til þessarar nauðsynjar, hefur verið svo skarpskyggn, að neita um fáeinna þúsunda fjárveiting, til þess að rann- saka, hvort gjörlegt rnundi að ráðast í járnbrautagerð á Islandi. Og þótt ótrú- legt megi virðast, vóru þingmenn Eyfirðinga þar fremstir í flokki. Þeir álitu, að akbrautarspotti fram Eyjarjörð 'hefði meiri þýðingu fyrir »hjartað« sitt (Akureyri), en járnbraut þangað norður um land. Það virðist þó nokkurn veginn ljóst, að til þess að »hjartað« geti þrifizt og slegið reglulega, þá þurfa að vera til almenni- legar slagæðar, til þess að flytja blóðið til þess og frá því. En hvernig fer urn slagæðamar, þegar hafísinn leggst upp að ströndinni og lokar öllum höfnum? Ætli blóðrásin fari þá ekki að staðna og »hjartað« að kólna, svo að jafnvel geti svo farið, að það hætti að slá — hætti að vera hjarta? Þessa spurningu ættu kjósendur í Norðlendingafjórðungi að athuga, áður en næst er gengið á þing. GESTUR PÁLSSON Á DÖNSKU. Hjer í Khöfn hefur nýlega kornið út þýðing á ijórurn af sögum (iFire Fortœllingery) Gests Pálssonar eptir málfræðis- nemanda íf. Wiehe, og eru það sögurnar: »Kærleiksheimilið«, »Sigurður for- maður« »Tilhugalífið« og »Vordraumur«. Frágangurinn ermjög snotur og frum- málið nákvæmlega þrætt í þýðingunni. Á nokkrum stöðum eru skýringargreinir neðanmáls og eru þær yfirleitt rjettar, en helzt til fáar og stuttar. Á einum stað (bls. 38) kernur og fram nokkur misskilningur. Þar er sagt, að í göngum á haustin, sem vari marga daga, sjeu á kveldin haldnar glímur og aðrir leikar á fjöllum uppi. Það er auðvitað átt við rjettirnar, en þær eru ekki uppi á fjöllum. Framan við þýðinguna hefur dr. Valtýr Guðniundsson skrifað alllangan formála, og er þar minnzt á, hve lítið far Danir geri sjer um að kynnast Islandi og íslenzk- um bókmenntum — rniklu rninna en aðrar þjóðir. Er þar getið hinna helztu íslenzku skálda (ljóðskálda, leikskálda og sagnaskálda) og stuttlega skýrt frá æfi- ferli Gests Pálssonar og ritum hans. V. G.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.