Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 26

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 26
io6 auk annars góðgætis. — Hjón nokkur þar í sveit höfðu þann sið alla sína löngu samverutíð — þau áttu saman 21 barn, þar af tvenna tvíbura og þáðu aldrei sveitarstyrk fyr en í örvasa elli —, að þau gáfu hvort öðru stóra pottköku í sumargjöf. Pottkaka var og algeng orlofsgjöf og þótti fallega af sér vikið. — Um aðrar hátíðir ársins var lítið skeytt hjá okkur. Dálítið artað upp á nýjárið, þá var elzta barn föður míns fætt, uppáhaldsdóttir, svo honum var heldur vel til nýjársins upp frá því, og vildi fá sitt brennivínskaffi. Brennivínskafíi með heitum grjónalummum, það var hans helzti unaður á jarðríki, en að bryðja kandíssykur-mola, það var sælgæti móður minnar. Veizlan fyrsta, sem ég var í, var erfisdrykkja eftir bændur tvo, sem dóu í nágrenninu við okkur, og skyldi mikið við haft. Þá var ég hér um bil 12 ára. Þar sá ég fyrst hnífapör og stóð ógn af þeim vanda, að eiga að nota þau. f*ar voru línlök breidd á borðið sem dúkur og grauturinn borinn á borð í stórum þvottaskálum, rétti svo hver borðgesta skeið sína eða hornspón í fatið. Ég heyrði prestskonuna segja — hún átti borðbúnaðinn og stóð fyrir veizlunni — að það gilti einu hvernig alt væri, fólkið hefði ekkert vit á því. Leiki og leikföng okkar bjuggum við að mestu sjálf til. Leikir okkar flestir voru eftirlíking af búskap. Höfðum sauðarhorn fyrir kindur, köstuðum þeim á víð og dreif um grund, sem var afrétt okkar, réttuðum síðan féð, höfðum hávaða og illindi þar í frammi, létumst vera drukkin og flugustum á, alt eins og við vissum að við átti. Fjöruskeljar áttum við einnig og höfðum þær fyrir ýmsan fénað. Heilt bygðarlag settum við á fót kringum tjarnarpoll lítinn. Éar stóðu bæir úr torfi umhverfis, það voru bændabýlin, og bjuggu í þeim ýsubeinsmenn okkar. Éar var og prestssetur, og var prestur sá að sönnu úr ýsubeini, en kjólklæddur var hann og »maddaman« hans miklu digrari en aðrar konur. Við hinn enda tjarnarinnar var kaupstaður og voru kaupmenn úr spýtum og stærri nokkuð en alþýðan. Bæirnir voru úr hnausum skornum með húslagi, og voru þeir óholir innan, varð fólk því að standa úti. Prestsetrið var með timburþili — fjöl, eins og þil í laginu úr ónýtum ullarkömbum, tylt ipeð töppum við torfstofuna, — en í kaupstaðnum voru eintóm timburhús. f’au smíðuðu bræður mínir með vasahnífunum sínum. f’au voru svo gerð: Tvö þil voru tegld, 5 ásar, fjórir þeirra voru ferstrendir, með rás eftir endilöngum tveimur köntunum, en sá fimti — mænirásinn — var þrí- strendur með tveimur rásum eftir breiðasta flatkantinum, sem átti að snúa niður. Göt voru gerð gegnum öll fjögur horn á þilunum og eitt á burst- ina, ásendunum smeygt í þau göt á hvorumtveggja þilunum, og húsið var reist. þunnum fjalaspækjum var svo rent eftir rásunum í ásana og húsið var klætt. Ef vönduð var húsagerðin, þá var loftfjölum rent í efri ásana; stundum voru dyr á stafni og hurð fyrir á hjörum úr látúnsvír, og gler- rúður í gluggum, ef nokkurt glerbrot var fáanlegt. Hús þessi voru furðu lagleg af barnasmíði að vera, enda urðu tveir bræður mínir vel liagir menn á tré. Þeir gjörðu og báta með rá og reiða, seglum og stýri, og sigldu ýsubeinsbændur okkar á þeim þvert yfir pollinn, yfir í kaupstaðinn, til að verzla við kaupmenn. Kirkjan var úr timbri, prestur messaði, — það gerðum við sjálf að sönnu fyrir hann — hann gifti og söng yfir dánum. Við brutum venjulega fót af ýsubeinsmanni, ef hann átti að vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.