Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 66

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 66
146 Þegar um jafnþýðingarmikil atriði í þroskasögu mannkynsins er að ræða og Dreyfusmálið (dómshegning og kvalir saklauss manns), er það öllum hollast að fá sögulega rétta og sanna frásögu af því, en alls ekki skáldsögu um, hvernig alt hafi farið fram. Hitt er annað mál, að skáld taki sér fyrir hendur að grafa fyrir undirrætur slíkra átumeina þjóðfélaganna, rannsaka og sýna, hvað upp af þeim geti sprottið, án þess þó beinlínis að fást við að segja frá þeim viðburðum sjálfum, er tilefnið gáfu, — og hliðra sér á þann hátt hjá því að misbjóða sannleikanum; þvílíkar skáldsögur geta verið hin dýrmætasta og gagnlegasta gjöf hverri þjóð. þannig fór Zola að, er hann samdi hina snildarlegu sögu »Sann- leikur« út af Dreyfusmálinu, og hana hefði verið lofsverðara að þýða en þessa bók eftir Victor v. Falk, sem bókmentum okkar er enginn fengur í. — Skáldsagan Alfred Dreyfus kemur svo til dyra sem hún sé »bygð á sönnum viðburðum*. En þegar við fyrstu kynni sést, að »sannveru- leikinn* stendur eigi sem föstustum fótum. Að vísu mun votta fyrir, að hinn sanni gangur málsins sé lagður til grundvallar einstaka sinnum, en mestmegnis er skáldsagan af öðrum toga spunnin. Er henni sjálfsagt réttilegast skipaður sess meðal þeirra bóka, sem á erlendum tungum eru kendar við »sensation« og »spekulation«, þ. e. hún gerir að viðfangsefni sínu, að lýsa þessum atburði, er sett hafði allan heiminn í hreyfingu, en fléttar svo þar inn í áhrifamiklum frásögnum um hina örgustu fúlmensku og alls konar glæpi í miðdepli heimsmenningarinnar, Parísarborg, svo að ægilegt verður í augum lesandans. Þessu er nú blandað saman í eina þvögu, látið grípa hvað inn í annað sem orsakir og afleiðingar. Eins og oft á sér stað í þess háttar bókum, er dálipurlega frá sagt á ýmsum stöðum, en allvíða hvílir hálfóeðlilegur blær yfir persónum, samræðum og orðatiltækjum. í þýðingunni, sem ef til vill ber helzti mikinn keim af orðabókinni, er sumstaðar vel að orði komist, sumstaðar miður, svo að hugsuninni er óefað raskað. Varla getur það og staðist hjá þýð. (bls. 1) að láta kápur auka vaxtarlag manna! Ekki er mér ljóst, hvað »ábúðarmikil sorgarský« eru; »spæjari« er ljótt orð og »ráð- gjafar« geta ekki titlast »hátign« (sem er ísl. þýðingin á »Majestæt« — um konunga o. s. frv.). G. Sv. FISKIRANNSÓKNIR 1902 og 1904 — skýrslur til landshöfðingja og stjórnarráðsins — eftir Bjarna Sæmundsson. (Sérpr. úr »Andv.« 1904 og 1905). í fyrra rannsóknaheftinu (frá 1902) lýsir höf. Pingvallavatni, er hann fyrstur manna hefir kannað nákvæmlega í krók og kring (hefir og ritað um það í »Geografisk Tidsskrift« 1903—04). Hann skýrir frá stærð þess og lögun, dýpinu, botninum o. s. frv., hitanum í vatninu og aðrensli þess, jurtagróðri og dýralífi, veiðinni o. fl. — Hann skrifar einnig um hrygningartíma laxins í Elliðaánum, um trémaðk og viðætur. Alt sjálf- stæðar rannsóknir. Seinni skýrslan er um afskifti hans og hluttöku í fiskirannsóknum Dana, að því er ísland snertir; hefir hann gefið þeim góðar bendingar og stutt mjög að því, að íslandi gæti hagur orðið að þessum rann- sóknum. Ennfremur er í skýrslunni: Um þorsknetaveiðar utan vertíða í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.