Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 14

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 14
94 en eftir því sem manndauðinn óx varð því ekki komið við, stórar líkfylgdir voru bannaðar og seinna var fólki yfir höfuð bannað að fylgja líkum til grafar. Líkkistusmiðirnir höfðu ekki við að smíða kistur, og þegar nú flestir þeirra dóu líka, urðu mestu vandræði með að fá kistur, og urðu menn að láta sér nægja með óheflaða og luralega kassa; en seinna varð jafnvel heldur eigi hægt að útvega þá, og varð því að grafa líkin í fötunum einum. Pví næst varð svo mikil ekla á prestum, líkmönnum og gröfurum, að ekki varð hægt að koma öllum þeim sæg af líkum niður í jörðina, sem stöð- ugt var ekið út í kirkjugarðinn. Afleiðingin af því varð, að háir valkestír af líkum rotnuðu og úldnuðu ójörðuð milli leiðanna, en af því stafaði þvílíkt ýlduloft, að fólk í næstu húsum hélzt ekki við heima hjá sér. Til þess að hreinsa loftið voru hermenn fengnir þangað til að skjóta af fallbyssum, ef ske kynni að óloftið rénaði við það, en það hafði engan árangur. Pegar líkin komust eigi lengur fyrir í hinum litlu kirkjugörðum, er lágu fyrir innan borgarmúrana, tóku menn það ráð að vígja mold langt fyrir utan borgina. Par voru síðan teknar stórar grafir, sem gátu rúmað fjöldamörg lík í senn og var síðan sungið yfir öllum í einu. Fátt olli bæjarstjórnunum meiri erfiðleika, en að útvega stöð- ugt grafara, líkmenn o. a. í skarð þeirra, er dóu, því það sýndi sig fljótt, að fáum var jafnhætt við að sýkjast og þeim. En með því að bjóða nógu háa borgun fengust þó vanalegu nógu margir. Pegar engir aðrir vildu verða til þeirra starfa í Kaupmannahöfn 1711, buðust stúdentar til þess að aka líkunum út úr borginni, en áskildu sér allháa borgun fyrir. Allar stórborgir í Evrópu urðu fyrir heimsóknum pestarinnar á miðöldunum og fram á nýju öld, sumar þeirra hvað eftir annað, og hafa menn mjög líkar sögur af þeim öllum; því veikin var vanalega jafnskæð og hegðaði sér svipað hvar sem hún kom. I fjölmennum borgum var sóttin vön að vara X — Ix/2 ár í senn. Pað var algengt að helmingur eða meira en helmingur íbúanna dæi. Þeir, sem eftir lifðu, höfðu sumpart lifað hana af og sum- part alls eigi sýkst, vegna þess, að þeim var meðskapaður ómót- tækileiki fyrir veikina. Pestinni slotaði aldrei skyndilega, heldur liðu vanalega margir mánuðir frá því að hún hafði náð hæsta stigi sínu, unz henni mátti heita með öllu lokið. Þegar veikin var um garð gengin, var víðast hvar reynt að sótthreinsa svo mikið, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.