Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 14

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 14
94 en eftir því sem manndauðinn óx varð því ekki komið við, stórar líkfylgdir voru bannaðar og seinna var fólki yfir höfuð bannað að fylgja líkum til grafar. Líkkistusmiðirnir höfðu ekki við að smíða kistur, og þegar nú flestir þeirra dóu líka, urðu mestu vandræði með að fá kistur, og urðu menn að láta sér nægja með óheflaða og luralega kassa; en seinna varð jafnvel heldur eigi hægt að útvega þá, og varð því að grafa líkin í fötunum einum. Pví næst varð svo mikil ekla á prestum, líkmönnum og gröfurum, að ekki varð hægt að koma öllum þeim sæg af líkum niður í jörðina, sem stöð- ugt var ekið út í kirkjugarðinn. Afleiðingin af því varð, að háir valkestír af líkum rotnuðu og úldnuðu ójörðuð milli leiðanna, en af því stafaði þvílíkt ýlduloft, að fólk í næstu húsum hélzt ekki við heima hjá sér. Til þess að hreinsa loftið voru hermenn fengnir þangað til að skjóta af fallbyssum, ef ske kynni að óloftið rénaði við það, en það hafði engan árangur. Pegar líkin komust eigi lengur fyrir í hinum litlu kirkjugörðum, er lágu fyrir innan borgarmúrana, tóku menn það ráð að vígja mold langt fyrir utan borgina. Par voru síðan teknar stórar grafir, sem gátu rúmað fjöldamörg lík í senn og var síðan sungið yfir öllum í einu. Fátt olli bæjarstjórnunum meiri erfiðleika, en að útvega stöð- ugt grafara, líkmenn o. a. í skarð þeirra, er dóu, því það sýndi sig fljótt, að fáum var jafnhætt við að sýkjast og þeim. En með því að bjóða nógu háa borgun fengust þó vanalegu nógu margir. Pegar engir aðrir vildu verða til þeirra starfa í Kaupmannahöfn 1711, buðust stúdentar til þess að aka líkunum út úr borginni, en áskildu sér allháa borgun fyrir. Allar stórborgir í Evrópu urðu fyrir heimsóknum pestarinnar á miðöldunum og fram á nýju öld, sumar þeirra hvað eftir annað, og hafa menn mjög líkar sögur af þeim öllum; því veikin var vanalega jafnskæð og hegðaði sér svipað hvar sem hún kom. I fjölmennum borgum var sóttin vön að vara X — Ix/2 ár í senn. Pað var algengt að helmingur eða meira en helmingur íbúanna dæi. Þeir, sem eftir lifðu, höfðu sumpart lifað hana af og sum- part alls eigi sýkst, vegna þess, að þeim var meðskapaður ómót- tækileiki fyrir veikina. Pestinni slotaði aldrei skyndilega, heldur liðu vanalega margir mánuðir frá því að hún hafði náð hæsta stigi sínu, unz henni mátti heita með öllu lokið. Þegar veikin var um garð gengin, var víðast hvar reynt að sótthreinsa svo mikið, sem

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.