Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 5

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 5
85 Nafnið »Svartidauði« kom til af því, að sagt var að sum líkin yrðu svört, en það einkenni getur komið í ljós við ýmsa aðra skæða hitasjúkdóma, svo sem taugaveiki o. fl., og stafar af þvír að æðaveggirnir verða meyrir og geta eigi haldið blóðinu í skefjum, sem svo hleypur út í hörundið, eins og þegar menn fá glóðarauga. Vanalega deyja þetta 60—7o°/o af þeim, sem sýkjast af pest, en þó er töluverður munur á skaðsemi hinna einstöku sótta. T. d. var pestin í Hongkong 1894 svo skæð, að 93°/o dóu af hinum sjúku. Menn þekkja engin meðul, er að fullu gagni komi gegn pestinni. Bæði Yersin og Haffkine hafa búið til bóluefni til varnar veikinni og virðist það gjöra hana miklu mildari, ef rétt er með farið. Sömuleiðis hafa þeir reynt að lækna hana með pest- serum á líkan hátt og barnaveiki, en ekki hefur enn fengist full vissa fyrir gæðum þess meðals. Bæði þessir læknar, sem nú eru nefndir, og ýmsir aðrir, enskir, þýzkir og franskir læknar, hafa lagt sig í mestu lífshættu við tilraunir sínar til að lækna pestina, og hafa þeir stundum átt við hina mestu erfiðleika að stríða í að fá fólkið þar eystra til að gangast undir lækningatilraunirnar. — Á seinni árum hafa Englendingar bygt pestspítala í öllum borgum sínum í Asíu og víðar til þess að geta einangrað vandlega alla þá, sem sýkjast af pest. Ennfremur er ákaflega strangt eftirlit haft með skipum og öðrum samgöngufærum frá þeim bæjum, sem grunaðir eru um veikina. Pegar pestin geysar að nokkrum mun, fyllast óðara spítalarnir, og komast þangað færri en vilja. Sjúkl- ingarnir hrúgast þar saman í eina kös og er varla hægt að hugsa sér erfiðara og ógeðfeldara verk en að hjúkra öllum þeim aum- ingjum. Til þess starfa fást vanalega eigi aðrir en Kínverjar og aðrir innfæddir menn, sem áður hafa staðist sjúkdóminn, því þeir þurfa eigi að óttast, að þeir sýkist aftur fremur en þeir, sem hefur batnað bóluveikin, þurfa að óttast bóluna framar. í öllum stærri borgum austur í Asíu búa hvítir menn vanalega út af fyrir sig í sérstökum bæjarparti sem er prúðlega haldinn og snoturlega bygður, og sem stingur í stúf við bústaði hinna innfæddu Kínverja, Hindúa o. a., sem auðvitað ber miklu meira á vegna hins mikla mann- fjölda. Eað er nú segin saga, að þegar pestin geysar, sneiðir hún næstum algjörlega hjá bústöðum hinna hvítu, en unir bezt hag sínum í hinum hluta bæjarins og gjörir þar hinn mesta usla. Petta er eigi eingöngu að kenna meiri varkárni hinna hvítu í umgengni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.