Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 5

Eimreiðin - 01.05.1906, Síða 5
85 Nafnið »Svartidauði« kom til af því, að sagt var að sum líkin yrðu svört, en það einkenni getur komið í ljós við ýmsa aðra skæða hitasjúkdóma, svo sem taugaveiki o. fl., og stafar af þvír að æðaveggirnir verða meyrir og geta eigi haldið blóðinu í skefjum, sem svo hleypur út í hörundið, eins og þegar menn fá glóðarauga. Vanalega deyja þetta 60—7o°/o af þeim, sem sýkjast af pest, en þó er töluverður munur á skaðsemi hinna einstöku sótta. T. d. var pestin í Hongkong 1894 svo skæð, að 93°/o dóu af hinum sjúku. Menn þekkja engin meðul, er að fullu gagni komi gegn pestinni. Bæði Yersin og Haffkine hafa búið til bóluefni til varnar veikinni og virðist það gjöra hana miklu mildari, ef rétt er með farið. Sömuleiðis hafa þeir reynt að lækna hana með pest- serum á líkan hátt og barnaveiki, en ekki hefur enn fengist full vissa fyrir gæðum þess meðals. Bæði þessir læknar, sem nú eru nefndir, og ýmsir aðrir, enskir, þýzkir og franskir læknar, hafa lagt sig í mestu lífshættu við tilraunir sínar til að lækna pestina, og hafa þeir stundum átt við hina mestu erfiðleika að stríða í að fá fólkið þar eystra til að gangast undir lækningatilraunirnar. — Á seinni árum hafa Englendingar bygt pestspítala í öllum borgum sínum í Asíu og víðar til þess að geta einangrað vandlega alla þá, sem sýkjast af pest. Ennfremur er ákaflega strangt eftirlit haft með skipum og öðrum samgöngufærum frá þeim bæjum, sem grunaðir eru um veikina. Pegar pestin geysar að nokkrum mun, fyllast óðara spítalarnir, og komast þangað færri en vilja. Sjúkl- ingarnir hrúgast þar saman í eina kös og er varla hægt að hugsa sér erfiðara og ógeðfeldara verk en að hjúkra öllum þeim aum- ingjum. Til þess starfa fást vanalega eigi aðrir en Kínverjar og aðrir innfæddir menn, sem áður hafa staðist sjúkdóminn, því þeir þurfa eigi að óttast, að þeir sýkist aftur fremur en þeir, sem hefur batnað bóluveikin, þurfa að óttast bóluna framar. í öllum stærri borgum austur í Asíu búa hvítir menn vanalega út af fyrir sig í sérstökum bæjarparti sem er prúðlega haldinn og snoturlega bygður, og sem stingur í stúf við bústaði hinna innfæddu Kínverja, Hindúa o. a., sem auðvitað ber miklu meira á vegna hins mikla mann- fjölda. Eað er nú segin saga, að þegar pestin geysar, sneiðir hún næstum algjörlega hjá bústöðum hinna hvítu, en unir bezt hag sínum í hinum hluta bæjarins og gjörir þar hinn mesta usla. Petta er eigi eingöngu að kenna meiri varkárni hinna hvítu í umgengni

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.