Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 8

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 8
88 Öllum sögum ber saman um, að á undan þessum miklu land- farsóttum hafi alstaðar gengið margra ára óáran, svo sem hallæri, landskjálftar, þurkar, rigningar og fúlar þokur. Ennfremur er sagt, að halastjörnur, blóðregn, vígahnettir og ýms önnur tákn og stór- merki hafi sést eins og fyrirboðar plágunnar. Svo var og á ís- landi. Pað er óhætt að segja, að meiri hluti 14. aldar hafi verið samanhangandi hallæri á Islandi vegna eldgosa, jarðskjálfta, hafísa, harðinda og ýmsra landfarsótta, sem í sameiningu hjálpuðust til að undirbúa jarðveginn fyrir Svartadauða. Eigi vita menn með vissu, hvort sóttin kom hingað til lands 1401 eða 1402, og óljóst vitum vér hvaðan hún barst. — í Ár- bókum Espólíns er sagt, að Hvaleinar Herjólfsson hafi flutt veik- ina með sér á skipi sínu. »Par kom út í klæði — að því er sumir sögðu — svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til heitið var þremur lofmessum með sæmilegu bæna- haldi og ljósbruna, þurraföstu fyrir Kyndilmessu og vatnsföstu fyrir jólin; ennfremur Saltarasöngum, Maríusöngum og að gefa hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa skrín Guðmundar hins góða. Er síðan mælt að flestir næðu að skriftast áður en dóu«. Um aðrar sóttvarnarráðstafanir er hvergi talað, að hafi verið hugsað um að koma í verk. Plágan gekk um alt land í 2 ár 1402 —1403 og aleyddi fjölda af bæjum og jafnvel heil héruð. Pykkvabæjarklaustur eyddist þrisvar af fólki, og t nunnuklaustrinu í Kirkjubæ á Síðu dó svo margt af fólki, að nunnurnar urðu sjálfar að mjólka ær og kýr »og kunnu flestar lítt til sem von var«. »Tvö ungmenni lifðu eftir í Aðalvík og Grunnavík — Ögmundur löðurkúfur og Helga beinrófa, og giftust síðan. Aðeins 3 prestar lifðu eftir norðan- lands, auk þess 3 djáknar og 1 munkur á Pingeyrum; allir aðrir klerkar á Norðurlandi voru dánir, — Ekkert ber betur vott um, hve sóttin var skæð, en þegar sagt er, að af 15 mönnum, sem fóru með lík til grafar, hafi aðeins 3 eða 4 komist heim aftur. Eigi má þó skilja það svo, að pestin hafi drepið menn svo skyndi- lega, því svo skæð hefur veikin aldrei reynst, heldur verður að skilja það svo, að flestir líkberarnir hafi sýkst á leiðinni og orðið að leggjast fyrir þar sem þeir voru staddir. Pað eru dæmi til, að menn hafi dáið eftir eins dags legu, en ætíð er sóttin vön að gjöra vart við sig með töluverðum lasleika, áður en menn verða rúmfastir. — Svo er talið, að á íslandi hafi dáið úr Svartadauða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.