Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Side 8

Eimreiðin - 01.05.1906, Side 8
88 Öllum sögum ber saman um, að á undan þessum miklu land- farsóttum hafi alstaðar gengið margra ára óáran, svo sem hallæri, landskjálftar, þurkar, rigningar og fúlar þokur. Ennfremur er sagt, að halastjörnur, blóðregn, vígahnettir og ýms önnur tákn og stór- merki hafi sést eins og fyrirboðar plágunnar. Svo var og á ís- landi. Pað er óhætt að segja, að meiri hluti 14. aldar hafi verið samanhangandi hallæri á Islandi vegna eldgosa, jarðskjálfta, hafísa, harðinda og ýmsra landfarsótta, sem í sameiningu hjálpuðust til að undirbúa jarðveginn fyrir Svartadauða. Eigi vita menn með vissu, hvort sóttin kom hingað til lands 1401 eða 1402, og óljóst vitum vér hvaðan hún barst. — í Ár- bókum Espólíns er sagt, að Hvaleinar Herjólfsson hafi flutt veik- ina með sér á skipi sínu. »Par kom út í klæði — að því er sumir sögðu — svo mikil bráðasótt, að menn lágu dauðir innan þriggja nátta, þar til heitið var þremur lofmessum með sæmilegu bæna- haldi og ljósbruna, þurraföstu fyrir Kyndilmessu og vatnsföstu fyrir jólin; ennfremur Saltarasöngum, Maríusöngum og að gefa hálfvætt silfurs til Hóla, til að búa skrín Guðmundar hins góða. Er síðan mælt að flestir næðu að skriftast áður en dóu«. Um aðrar sóttvarnarráðstafanir er hvergi talað, að hafi verið hugsað um að koma í verk. Plágan gekk um alt land í 2 ár 1402 —1403 og aleyddi fjölda af bæjum og jafnvel heil héruð. Pykkvabæjarklaustur eyddist þrisvar af fólki, og t nunnuklaustrinu í Kirkjubæ á Síðu dó svo margt af fólki, að nunnurnar urðu sjálfar að mjólka ær og kýr »og kunnu flestar lítt til sem von var«. »Tvö ungmenni lifðu eftir í Aðalvík og Grunnavík — Ögmundur löðurkúfur og Helga beinrófa, og giftust síðan. Aðeins 3 prestar lifðu eftir norðan- lands, auk þess 3 djáknar og 1 munkur á Pingeyrum; allir aðrir klerkar á Norðurlandi voru dánir, — Ekkert ber betur vott um, hve sóttin var skæð, en þegar sagt er, að af 15 mönnum, sem fóru með lík til grafar, hafi aðeins 3 eða 4 komist heim aftur. Eigi má þó skilja það svo, að pestin hafi drepið menn svo skyndi- lega, því svo skæð hefur veikin aldrei reynst, heldur verður að skilja það svo, að flestir líkberarnir hafi sýkst á leiðinni og orðið að leggjast fyrir þar sem þeir voru staddir. Pað eru dæmi til, að menn hafi dáið eftir eins dags legu, en ætíð er sóttin vön að gjöra vart við sig með töluverðum lasleika, áður en menn verða rúmfastir. — Svo er talið, að á íslandi hafi dáið úr Svartadauða

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.