Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 33

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 33
113 er á ábyrgð minni, að þeir séu rétt sýndir og ekki afmyndaðir eða skreyttir í frásögninni. Nafntoguð alþýðuskáld vóru uppi hér í sýslu á fyrri hluta 19. aldar, þar sem vóru þeir GAMALÍEL HALLDÓRSSON og og ILLUGI EINARSSON. Peir vóru Mývetningar, Gamalíel a. m. k. — Þeir kváðu Griðkurímu í samlögum, sem mjög er nafnkunn. — Ríman var um bardaga tveggja griðkvenna í fjósi, eða ágreining þeirra og hnippingar í fjóströðinni, stórýktur lítils- háttar viðburður, og er ríman kveðin undir mjög dýrum hætti. — Pessi vísa er í mansöngnum: Yggjar sjó ég út á legg Hyggjudugur dvínar segg, uggandi um Dvalins kugg. duggan þegar fer á rugg. Náttúruhagir hafa þeir menn verið á Dvalins kugg og Fjalars fley, sem þessa vísu gerðu, ómentaðir alþýðumenn, á fyrri hluta 19. aldar. Og þó vóru þeir ekki einir sér, eða umfram alla aðra menn, að íþrótt sinni. Sýslan átti þá »belg fullan barna«, slíkra og því- líkra. En mislitur var sá skáldskapur og fjallar um ólík efni. Par eru klámvísur og skammavísur, þegar hagyrðingunum lenti saman, barnavísur og vögguvísur, fyrirbænir og erfiljóð og brúð- kaupssálmar. Pá eru og ákvæðavísur, eða kraftaskáldskapur. Mér kemur í hug vísa Sigmundar í Belg, langafa Jóns í Múla. Hann var orðlagður geðríkismaður og gáfukarl. Vísan er um mývarginn: Af öllu hjarta eg þess bið að flugna óbjarta forhert lið andskotann — grátandi! fari í svarta horngrýtið. En þó Sigmundur risti svona djúpt á og snjalt, þá hreif þó ekki bænin betur en svo, að vargurinn lifir enn og þverrar ekki, og svo er mergðin mikil, að sorta dregur á sól, þar sem mökkurinn fer yfir, og er hann svo óþrjótandi, að kvikindin berast með sunnanvindi norður um Laxárdal, Reykjadal og Aðaldal, svo að fé ærist, hleypur og treður sér inn í hella og hús, stekkur niður í gjótur og geldist, það sem mjólk er í, og verður bitið til blóðs. Jón skáld Hinriksson (að því er ég hefi heyrt) hugsaði sér að »eiga aðganginn að hinum«, þegar »sá gamli« brást Sigmundi og er sú vísa þann veg kveðin: Gylfi hæða gal-hvassan með ofviðri magnaðan, gefi vind á landnorðan mývarginn svo drepi hann. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.