Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 70

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 70
150 Hvað heldur séra J. B., að það gagnaði, að blöð og tímarit neituðu van- trúarhugvekjum rúms og þannig yrði loku skotið fyrir málfrelsi manna? Alt fyrir það hefði hann ekki unnið bilbug á sannindum vantrúarinnar. Morð og brennur gerðu það ekki. í’essum varúðarreglum nútíðarinnar myndi ekki takast það betur og hvílíkt ógagn væri það ekki mannkyn- inu, ef slíkt hepnaðist! Og það er ekkert betra þjóðráð til að öðlast sannleik — að svo miklu leyti, sem menn geta það — en að sem flestir leiti hans og skýri öðrum mönnum frá reynslu sinni og skoðunum, ef vera kynni að þeir gætu numið eitthvað af þeim — og það mun veita fullerfitt samt. Þeir, sem tálma vilja frjálsri hugsun og umræðum, eru einhveijir hinir allra óþörfustu þjónar mannkynsins. Hefir Jesús frá Nazaret ekki boðið mönnum að elska sannleikann og heitið þeim því, að hann myndi gera þá frjálsa? Þessu hafa prelátar kirkjunnar gleymt á öllum öldum kristninnar. Mælti vantrúarmaðurinn Stuart Mill ekki í Jesú nafni, þegar hann kvaðst líta svo á, sem and- stæðingar sínir í rökfræðilegum efnum væri samverkamenn sínir? Vissu- lega miklu fremur en séra Jón Bjarnason gerir í þessu erindi sínu. Og ég vil að síðustu biðja hann að minnast djúpviturra og fagurra orða Páls postula í bréfinu til Rómverja, 2. kap. 1. versi: »í’ess vegna ertu óafsakanlegur, ó maður, hver helzt þú ert, sem dæmir, því að með því þú dæmir annan, fordæmir þú sjálfan þig, því að þú, sem dæmir, gerir hið sama«. Sigurbur Gubnundssan. ALMANAK 1906. XII. ár. (O. S. Thorgeirsson). Winnipeg 1905. Efnið í þessum árgangi er: Þrjár ritgerðir eftir síra Friðrik J. Bergmann: Um Pál heitinn Briem, um Ralph Connor (báðar með mynd) og saga ísl. nýlendunnar í Winnipeg. Ennfremur saga frá Nýja Skotlandi (»Mabel«) eftir Magnús J. Bjarnason, um Nelson lávarð eftir Hjört Leó og helztu viðburðir og mannalát meðal íslendinga í Vesturheimi. Þar er og mynd af Akureyri. Frágangurinn er hinn prýðilegasti að öllu leyti og haldast þar í hendur höfundarnir og prentarinn, svo að bæklingurinn er bæði þeim öllum og vesturíslenzkum bókmentum til sóma. V. G. ÞORRABLÓT VESTUR-ÍSLENDINGA 15. febr. 1906. Þau 6 kvæði, sem sungin voru við samsæti þetta, eru gefin út í sérstökum bæklingi, og eru þau öll lagleg. En mest kveður þó að tveimur þeirra: »Heimboðskvöð Helga ins magra« eftir St. G. Ste- phansson og »Minni íslands« eftir H. S. Blöndal. V. G. HAUKSBÓK HIN YNGRI. (Ó. S. Thorgeirsson). Winnipeg 1905. Þetta er fremur lítið, en ákaflega þarflegt kver, sem hefir inni að halda ýms borgaraleg fræði fvrir íslenzka borgara í Kanada og Banda- ríkjunum. Er þar fyrst skýrt frá stjórnarskipun Kanada og Bandaríkjanna og því næst margt annað úr lögum, sem allan almenning varðar, t. d. um þegnréttindi, heimilisréttarlönd, erfðaskrár, réttindi giftra kvenna, trú- lofanir og hjúskaparsamninga, fundarreglur, póstmál, vog og mál og ótal margt fleira, sem hverjum manni er nauðsyn að vita. Svo má heita, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.