Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 73
153
annars er ritgerðin aðallega um ritgerð dr. A. Olriks »Om Ragnarok« í »Aarb. f.
nord. Oldk. og Historie« (1902), sem Kahle lýkur miklu lofsorði á. Um leið og
hann rekur efni þeirrar ritgerðar, kemur hann með margs konar athugasemdir og
bendingar, og skýrir jafnframt frá skoðunum annarra vísindamanna, svo að úr því
öllu verður handhægt og fróðlegt )dirlit yfir hinar mismunandi kenningar og skoðanir
á þessum goðsögnum. V. G.
UM HLJÓÐGILDI STAFA í ÍSLENZKUM FRAMBURÐI (»Det moderna is-
lándska ljudsystemet«) hefir dr. H. Buergel Goodwin skrifað mjög fróðlega ritgerð
á sænsku í tímaritið »Svenska landsm.« 1905. En hún er svo lærð, að ekki þýðir
að rekja neitt úr henni fyrir íslenzka alþýðu, enda er hún útlendingum ætluð aðallega.
Tvær villur höfum vér rekið oss á í henni í tilvitnunum, og er önnur sú, að Svein-
bjóm, kennari Sveinbjörnsson í Arósum er þar nefndur Sveinn, en hin, að sagt er,
að vísan: ^í^ér er lagin þögnin ein« sé eftir Hannes Hafstein, en hún er, eins og
kunnugt er, eftir Porstein Erlingsson. Eitt vísuorðið er heldur ekki alveg rétt: »horft
yfir æginn efst á grein« í staðinn fyrir: »og horft á æginn efst af grein«. V. G.
LÝSING Á ÞlNGVÖLLUM og sveitunum þar umhverfis hefir M. phil. Carl
Kúchler skrifað í þýzka tímaritið »Úberall« (Nr. 5), og fylgja henni nokkrar myndir
til skýringar. Þar er og þýðing á kvæði Stgr. Thorsteinssons »Nú roðar á Pingvalla
fjöllin fríð« (eftir C. K.) og á »Guð vors lands« og byrjuninni á »ísland farsælda
frón« (eftir Poestion). — Af tilvitnun í ritgerð þessari má sjá, að verið er að prenta
fullkomna ferðasögu eftir herra Kiichler (með 100 myndum og 1 uppdrætti), sem
á að heita: »Unter der Mitternachtssonne durch die Vulkan- og Gletscherwelt Is-
lands«. V. G.
MÁLFRÆÐI í NÚTÍÐAR-ÍSLENZKU (»Omrids af det islandske sprogs form-
lære i nutiden«) hefir prófessor Finnur Jónsson samið á dönsku. — Bókin, sem er aðeins
rúmar 40 bls., er prentuð síðastl. ár, 1905. (Gad).
Eftir formála bókarinnar að dæma hefir brýn þörf rekið höf. til að gefa út
málfræði íslenzkrar tungu, eins og hún er nú (töluð og skrifuð). Ef málfræðisskorturinn
einn hefir hindrað Dani í að leggja stund á »ný«-íslenzkuna, skyldi maður ætla, að
nú yrrði handagangur í öskjunni; öðrum en dönskumælandi lýð getur hún sem sé
vart komið að haldi. Hún virðist að miklu leyti vera samtíningur þeirra nýlegu
orðmynda, sem finna má í skýringum málfræði Wimmers, og er eigi sagt með því,
að hún sé verri fyrir það. En gallalaus mun bók þessi ekki vera, enda þótt það
sé hyggja Dana ýmsra, sem ekkert skilja í íslenzku (»Politiken« kvað ekki hægt
að finna neitt að málfræðinni, meður því að höf. væri »óskeikull« í þessum efnum).
Af handahófi skal hér getið um nokkuð af því, er fyrir mér varð athugavert
við fljótan lestur.
Höf. segir h fyrir framan v oftast borið fram eins og k; efamál, hvort það er
rétt. Telur einkabarn heita »einbemi«, en svo er ekki, því að nú á tímum segja
allir einbimi. Hann fræðir Dani á því (í gr. um tillíking), að þorleifur sé framborið
þolleifur, en getur þess ekki, að þar eigi við íM-hljóðið, og munu þeir því eftir
þessa tilsögn bera 11-in í þolleifi ffam eins og í »núll«. Nefnir ekki, þar sem hann
skýrir frá, að í orðinu sjór sé z/-inu alstaðar slept, — að eint. myndin sœr er og
alltíð (hjá skáldum), og þar er eignarf. scevar, án þess að v-ið megi úr fella. Honum
hefir einnig láðst að taka það fram, að frú (með eignarf. frúar) er óbeygil. í eint.,
þegar það er með nafninu, sem það á við. Óskiljanlegt er, hvaða gagn útlendingar