Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 54

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 54
>34 kvælum fram úr þeim flestum, þar á meðal »Willielm Tell«. Síðan hefi ég orðið því betur vaxinn að lesa hann og aldrei getað gleymt þeirri undurfögru fjallanáttúru, sem ritið lýsir. Meðan ég dvaidi í Dresden í hitteðfyrra var ég svo heppinn að sjá Tell leikinn, og eftir það fékk hann svo mikið vald yfir mér, að ég varla gat hrundið honum úr huga mínum og hafði ekki ró í mínum beinum, fyr en ég gæti sjálfur séð og skoðað stöðvarnar, þar sem þetta heimsfræga skáldverk er látið gerast. Þegar ég var kominn suður í Sviss og búinn að litast þar dálítið nm í austurhluta landsins og svala mér lítið eitt á því, að horfa á hina hrikavöxnu tinda Alpajöklanna frá Boden-vatninu til Zúrich, vaknaði þráin eftir Tells-landinu með endurnýjuðum krafti í brjósti mínu; og þótt ég yndi mér annars hvergi betur en í Zúrich og dagarnir, sem ég dvaldi þar, séu einhverjir af fegurstu minningum mínum, þá eirði ég þar ekki til lengdar. Vierwaldstáttervatnið dróg mig til sín með sinni heimsfrægu náttúrufegurð og með sagnastöðvum Tells-sagnanna. Á leiðinni frá Zúrich til Luzern var ég stöðugt að hugsa um það, sem ég ætti í vændum að sjá, og um þau góðu ráð og upplýsingar um þessar stöðvar, sem prófessor Heusler í Berlín hafði gefið mér. Hann er Svisslendingur og öllu kunnur þar syðra og ann þessum stöðvum ekki minna, en við íslendingar unnum T'ingvöllum og öðrum sagnaríkum stöðum á íslandi. Á milli þessara stöðva, Zúrich og Luzern, er ekki nema góð klukku- stundarferð á járnbraut; ég hefði auk heldur ekki haft nema gott af að ganga það, því auk járnbrautarinnar eru hinir fegurstu vegir um þvert og endilangt landið. Eg hafði lítið gagn af útsýni úr vagninum; brautin liggur næstum eins mikið neðanjarðar eins og ofan, eftir dældum og jarðgöngum. Bærinn Zug er á leiðinni og er lestinni skift þar, og vagnarnir, sem eiga að fara suður á ítalíu, halda áfram með St. Gott- hard-brautinni; hinn hluti brautarinnar fer norður og vestur á við til Luzem. Frá Zug til Luzern er örstutt. Skömmu eftir að farið er frá Zug, leggur lestin inn í löng, koldimm jarðgöng. Alt í einu birti þó aftur, og ég sá út um gluggann yfir miðpartinn af bænum Luzern og lestin fór á hárri bogabrú yfir ána Reuss, sem rennur úr vatninu gegnum bæinn og síðan út í Aare og ásamt henni út í Rín. En lestin hélt áfram á svig fyrir vestan og sunnan bæinn. neðan undir háum, skógiklæddum brekkum. Ein jarðgöngin voru enn þá eftir; og enn þá ein; en þau voru stutt; lágu að eins gegnum ofurlitlar hæðir. Loks nam lestin staðar undir járn- bogum járnbrautarinnar. Einn af mínum sælustu draumum hafði ræzt; ég var kominn til Luzern. Eg fylgdist með öðrum farþegum út úr járnbrautarhöllinni; ég var niðursokkinn í að skoða hliðin, sem ég hafði gengið út um; súlurnar, bogana og hið svipmikla samræmi í byggingarlistinni, og horfði um öxl mér á það um leið og ég hélt áfram út á autt, steinlagt svæði — þegar ég áttaði mig og tók eftir því, að ég stóð á upphlöðnum vatnsbakka. Að baki mér gnæfði hin mikla framhlið járnbrautarhallarinnar, fríð og svipmikil, en fram undan mér rendi skrautlegt, hvítmálað farþegafley upp að steinbakkanum; spölkorn til hægri handar stóð safnbygging bæj- arins í svissneskum riddaraborgarstíl, en til hægri lá löng, fögur steinbrú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.