Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 54
>34
kvælum fram úr þeim flestum, þar á meðal »Willielm Tell«. Síðan hefi
ég orðið því betur vaxinn að lesa hann og aldrei getað gleymt þeirri
undurfögru fjallanáttúru, sem ritið lýsir. Meðan ég dvaidi í Dresden í
hitteðfyrra var ég svo heppinn að sjá Tell leikinn, og eftir það fékk
hann svo mikið vald yfir mér, að ég varla gat hrundið honum úr huga
mínum og hafði ekki ró í mínum beinum, fyr en ég gæti sjálfur séð og
skoðað stöðvarnar, þar sem þetta heimsfræga skáldverk er látið gerast.
Þegar ég var kominn suður í Sviss og búinn að litast þar dálítið
nm í austurhluta landsins og svala mér lítið eitt á því, að horfa á hina
hrikavöxnu tinda Alpajöklanna frá Boden-vatninu til Zúrich, vaknaði
þráin eftir Tells-landinu með endurnýjuðum krafti í brjósti mínu; og þótt
ég yndi mér annars hvergi betur en í Zúrich og dagarnir, sem ég dvaldi
þar, séu einhverjir af fegurstu minningum mínum, þá eirði ég þar ekki
til lengdar. Vierwaldstáttervatnið dróg mig til sín með sinni heimsfrægu
náttúrufegurð og með sagnastöðvum Tells-sagnanna.
Á leiðinni frá Zúrich til Luzern var ég stöðugt að hugsa um það,
sem ég ætti í vændum að sjá, og um þau góðu ráð og upplýsingar um
þessar stöðvar, sem prófessor Heusler í Berlín hafði gefið mér. Hann
er Svisslendingur og öllu kunnur þar syðra og ann þessum stöðvum
ekki minna, en við íslendingar unnum T'ingvöllum og öðrum sagnaríkum
stöðum á íslandi.
Á milli þessara stöðva, Zúrich og Luzern, er ekki nema góð klukku-
stundarferð á járnbraut; ég hefði auk heldur ekki haft nema gott af að
ganga það, því auk járnbrautarinnar eru hinir fegurstu vegir um þvert
og endilangt landið. Eg hafði lítið gagn af útsýni úr vagninum; brautin
liggur næstum eins mikið neðanjarðar eins og ofan, eftir dældum og
jarðgöngum. Bærinn Zug er á leiðinni og er lestinni skift þar, og
vagnarnir, sem eiga að fara suður á ítalíu, halda áfram með St. Gott-
hard-brautinni; hinn hluti brautarinnar fer norður og vestur á við til
Luzem.
Frá Zug til Luzern er örstutt. Skömmu eftir að farið er frá Zug,
leggur lestin inn í löng, koldimm jarðgöng. Alt í einu birti þó aftur,
og ég sá út um gluggann yfir miðpartinn af bænum Luzern og lestin fór
á hárri bogabrú yfir ána Reuss, sem rennur úr vatninu gegnum bæinn
og síðan út í Aare og ásamt henni út í Rín. En lestin hélt áfram á svig
fyrir vestan og sunnan bæinn. neðan undir háum, skógiklæddum brekkum.
Ein jarðgöngin voru enn þá eftir; og enn þá ein; en þau voru stutt;
lágu að eins gegnum ofurlitlar hæðir. Loks nam lestin staðar undir járn-
bogum járnbrautarinnar. Einn af mínum sælustu draumum hafði ræzt; ég
var kominn til Luzern.
Eg fylgdist með öðrum farþegum út úr járnbrautarhöllinni; ég var
niðursokkinn í að skoða hliðin, sem ég hafði gengið út um; súlurnar,
bogana og hið svipmikla samræmi í byggingarlistinni, og horfði um öxl
mér á það um leið og ég hélt áfram út á autt, steinlagt svæði — þegar
ég áttaði mig og tók eftir því, að ég stóð á upphlöðnum vatnsbakka.
Að baki mér gnæfði hin mikla framhlið járnbrautarhallarinnar, fríð
og svipmikil, en fram undan mér rendi skrautlegt, hvítmálað farþegafley
upp að steinbakkanum; spölkorn til hægri handar stóð safnbygging bæj-
arins í svissneskum riddaraborgarstíl, en til hægri lá löng, fögur steinbrú