Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 75

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 75
i55 Aftast í bókinni er »viðbót«: »Um hljóðfræði yfirleitt, rússnesku og dýramák —* hugleiðingar höf. þessu viðvíkjandi. Eigi fæ ég séð, hvað það hefir að gera í þessari málfræðisbók, en að líkindum hefir svo staðið á, að P. í\ hefir eigi séð sér fært, að koma því fyrir annarstaðar á þægilegan hátt. G. Sv. ISLÆNDEREN JON OLAFSSONS OPLEVELSER som Bosseskytte under Christian d. IV., nedskrevne af ham selv. Overs. af Sigf. Blöndal. (Udg. af Jul. Clausen og P. Fr. Rist. Kbh. 1905). Jón Ólafsson, Indíafari ritaði, eins og kunnugt er, æfisögu sína og færði í letur alt það, er á daga hans dreif á ferðum hans úti um heim. í^essi æfisaga hefir ekki enn þá verið gefin út á frummálinn, en er til í mörgum handritum (Lands- bókasafninu í Rvík — Konungsbókhl. í Höfn). Jón Ólafsson fæddist árið 1593; ættaður af Vestfjörðum. Réðst hann á skip með Englendingum (fiskimönnum) 1615 og sigldi með þeim til Englands, dvaldi þar um tíma, en hélt því næst austur til Danmerkur og gekk í skotmannalið Kristjáns konungs IV. Var hann í þjónustu hans um nokkurra ára bil. Frá þessu greinir fyrsta bók æfisögunnar, sem nú birtist í danskri þýðingu eftir kand. Sigfús Blóndal aðstoðarbókavörð við Kon-bókhl.; sá hlutinn snertir sem sé því nær ein- göngu Danmörk, danska menn (þar á meðal sjálfan kon. Kr. IV) og danska atburði. (2. bókin skýrir frá Indlandsförinni, 3. b. frá heimkomu hans og æfi á ísl. síðan, mun Sigf. vera að undirbúa ísl. útgáfu allrar æfisögunnar eftir frumtextanum.) Bókin er einkar skemtileg að lesa og að ýmsu harla ffóðleg, drepur á marg- víslegt, er þá tíðkaðist meðal manna, og hefir því ekki lítið menningarsögulegt gildi. »Stærri« viðburða er og getið, ef fyrir koma, og er í öllum aðalatriðum rétt frá þeim skýrt; það votta útgefendurnir, er hafa bætt inn í athugasemdum á stöku stað. Helzt fer höf. lítils háttar villur vegar í sumum ártölum og nokkrum mannanöfnum, sem ekki er furða, sé aðgætt, hversu miklum erfiðleikum söguritun öll var bundin á þeim tímum. Sjálfur segist Jón skrá æfisöguna á efri árum (1661), eftir minni, en það hygg ég naumast geti rétt verið, því að svo er nákvæmlega sagt frá ýmsu, talið upp og tilgreint það, er að höndum bar, að nær óhugsanlegt er, að hann hafi varðveitt það alt í minninu einu um tugi ára. Og þar sem vitanlegt er, að almenningur gat þá eigi átt kost á að afla sér þekkingar á samtíðar viðburðum úr opinberum ritum eður bókum, verður að telja víst, að Jón ólafsson hafi skrifað eins konar »dagbók« — reyndar ekki í vanalegum skilningi, með tilteknum degi og ári (það sýna ártals- skekkjurnar), heldur mun hann aðeins hafa skráð viðburðina, jafnótt og þeir áttu sér stað, og gert sínar athuganir um daglega lifnaðarháttu manna. Jón er alþýðumaður, »ólærður«, en hefir auðsjáanlega verið greindur vel og reyndur í eigi allfáu; má ráða af frásögu hans, sem öll er mjög sennileg, að hann hefir verið maður hraustur og úrræðagóður, og virðist hann tíðum bera af öðrum, er um getur í bókinni. íslendingur var hann hinn bezti og hélt uppi heiðri lands síns, þar er hann mátti. Ég get ekki stilt mig um að setja hér eina af smásögum hans, með því að efni hennar er sem »gamall kunningk, er íslendingar hafa rekið sig á öld fram af öld. Höf. segir svo sjálfur frá (þýtt úr dönskunni): »Eitt sinn fór ég ásamt öðrum íslendingi, Einari að nafni úr Eyjafirði, inn til Jakobs — (svo hét veitingamaður á »Ströndinni« í Höfn) — til þess að borða kvöldverð. Settumst við báðir við borð eitt lítið undir glugga þeim, er að ströndinni vissi, en Jakob sat við háborð og gestir hans margir. Skraffinnur einn var þar meðal þeirra, múrmeistari, og óð mikið á honum. Var svo að heyra, sem hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.