Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 24

Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 24
104 heyrt þann stað nefndan. Hún spurði raig, hvort ég kynni að dansa. f>að vissi ég heldur ekki, hafði aldrei heyrt það nafn fyrr. Hún sagði, að þeir í Reykjavík rendu saman hausunum eins og hrútar, þegar þeir væru druknir. »Er það að dansa?« spurði ég hikandi, því mér ógnaði, hvað mikið hún vissi. f>á hló stelpan að mér, svo ég þorði ekki að reyna að fræðast meira af henni, langaði þó til þess, því hún var frænka prestsdætranna, sem hlutu að vita öll ósköp og hún þá líklega líka. Kaffi drukkum við krakkar aldrei. Faðir minn drakk kaffi um sláttinn og á hátíðum, móðir mín og við krakkar flóaða mjólk, eða þá ekkert. Prestinum var gefið kaffi og stöku gesti öðrum, flestum var gefinn matur. Kaffikvörn né kanna var ekki til. Brenda kaffið var marið í pottbotni með hnöttóttum, sléttum steini, svo var búið til ketilkaffi: kaffið látið út í ketilinn, þegar vatnið sauð. Matur sá var talinn dáðmestur og undir eins mesta sælgætið, sem feitastur var. Magáll, bringukollur og lundabaggi var bezti matur í búri og eingöngu til hátíða hafður og handa vildar og viðhafnar gestum. Skyr var og talið kostafæða. Ef út í frost eða hríðar átti að halda, þá var gleyptur í sig kúfaður spónn af þykku, súru skyri, svo maður þyldi betur kuldann. Brauð var aldrei borðað nema um hátíðir og sláttinn. Ailan sláttinn var harðfiskur og brauð til matar haft, svo ekki þyrfti að elda, en á vetrum súrt skyr og flóuð mjólk út á, eldsúrt slátur ofan í heita mjólk, skyr ofan í kjötsoð og kjöt með — það var ekki brúkað nema í »útákastsleysi«, mjölleysi nefnilega, — skyr ofan í heitar súpur var og algengt. Alt skyldi það vera sem eldsúrast: slátur, skyr og smjör. Nýr matur var helzt ekki borðaður. Einu sinni gisti presturinn hjá okkur um vetur, það var eftir það að efnin voru orðin nægileg og mikil breyt- ing orðin á hag okkar. Honum var borinn tómur magáll og lundabaggi, og svo smjör, sjálfsagt súrt. Hann hikar við að fara að borða, spyr svo móður mína lágt, hvort hún ekki geti gefið sér brauð með. Hún verður alveg hissa, segist ekkert brauð eiga, enda fanst, að honum væri það ekki bjóðandi, þó til væri. Hvort hún ætti þá ekki harðfisk? Jú, hann átti hún, en að hann skyldi vilja hann heldur en þetta, sem hann fékk, það var skrítið. Hennt þótti verst að eiga ekki soðinn bringukoil handa honum, kannske að honum hefði fallið hann betur í geð? Nei, honum þótti þetta bara alt of feitt. Feitt! Hvernig gat það verið of feitt! — Vesæil karl kom einu sinni svangur til okkar í almennu bjargarleysi um vor. Hún gaf honum vænan spaðflots-skjöld að borða og ekkert með. Karlinn beit hann í sig upp til agna og hélt svo leiðar sinnar. Ef við unnum til verðlauna með því að gera eitthvað það, sem launa þótti vert, svo sem að mala, þæfa, leita að kúm eða kindum í þoku, þá fengum við ofboð litla flís af magál eða lundabagga — þófarabita. — Minni verðiaunin voru að fá »rjómatrog«, »hálft trog« eða þá »gafl« — að sleikja rjómann, sem toldi við trogið, þegar mjólkinni var rent. — Að sleikja ádrepu — bregða ausubaki niður í grautarpott stöku sinnum og sleikja af í hvert sinn, — það voru minstu verðlaunin. Heilan bringukoll fékk smalinn einhvern tíma á haustinu, »smalabringuna«. Ef okkur var eignað lamb — gefið það að nafninu til —, þá fengum við magálinn af því, ef því var slátrað. Sýru máttum við drekka svo oft og svo mikið sem við vildum; hana drukkum við okkur til óbóta, ef við vorum svöng
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.