Eimreiðin - 01.05.1906, Blaðsíða 63
143
Neðar í hömrunum liggur Gotthard-járnbrautin, mestmegnis í jarðgöngum,
en kemur þó sumstaðar fram úr berginu. Undir miðjum hömrunum er
Tellskapella, sem er bygð á klöppinni, sem Tell stökk upp á, þegar hann
flúði úr bát landstjórans í storminum; eru þar málaðar á veggina myndir
af atburðum úr sögu Tells. Skamt inni í dalnum frá vatnsendanum liggur
Altdorf, þar sem »kraftaverkið« skeði, þegar Tell skaut eplið af höfði
sveinsins. Á miðtorgi þorpsins stendur standmynd af Tell með boga sinn
og örvar, og leikbús heíir verið bygt þar, því nær eingöngu fyrir hið
fræga skáldverk Schillers, sem þorpsbúar leika sjálflr — og lifa í alla
sína æfi.
Eimskipið lagði að bryggjunni í
Fliielen; þar komu ferðamenn sunnan
af ítalíu á móti okkur og tóku sér
far með okkur aftur norður eftir.
Á leiðinni til baka var tækifæri til
að renna augunum aftur og enn þá
einu sinni yfir þessar frægu og fögru
stöðvar. En þegar kom norður fyrir
Brunnen, lagði þunn árdegisþoka sig
yfir vatnið og byrgði alla útsýn.
Tjaldið var fallið. Náttúran hafði ekki
meira til að sýna mér að þessu sinni.
Nú átti allur sá ríkdómur, sem ég
liafði séð síðustu klukkustundirnur af
fögrum og þráðum myndum, að búa
sér ógleymanlegan bústað í huga mín-
um. Eg gekk ofan í salinn undir
þiljum niðri, lagði minn elskulega
eigin-líkama upp á flauelssófa, lokaði
augunum og reyndi að seiða fram í huga mínum myndir alls þess, sem
ég hafði séð, en tókst það ekki þá eins vel og oft síðan. — —
í héraði þessu sameinast þrent merkilegt. Það er náttúrufeg-
urðin, mannvirkin og fortíðarminningarnar. Náttúrufegurðin er
altaf söm við sig. Hún er sameiginleg eign allra, sem vilja opna augun
til að njóta hennar. Mannvirkin lúta aðallega að samgöngum og það
eru torfærurnar og samgönguþörfin, sem liefir knúð þau fram. Gotthard-
brautin er eitthvert merkilegasta samgöngumannvirki heimsins, öll í heild
sinni, en þó einkum göngin í gegn um St. Gotthard-fjallið sjálft, sem eru
fullar tvær danskar mílur á lengd, en liggja langt fyrir sunnan þessar
stöðvar. Brautin er að vísu eign fleiri þjóða; en það eru Svisslendingar
sem mest hafa til hennar lagt og mest að henni unnið, svo hún má með
réttu kallast þjóðareign og þjóðarsómi.
Fortíðarminningarnar eru þar á móti upprunaleg og arfgeng eign
þjóðarinnar einnar, og það er fyrir sérstakar ástæður að þær eru orðnar
fleiri manna eign, eða réttara sagt, alþjóðaeign. Svisslendingar hafa
einkis í mist fyrir það. Útlendingar geta að eins notið þeirra með þeim.
en aldrei tekið þær frá þeim. En ekki er það furða, þótt þeir haldi í
heiðri minningu þess manns, sem hefir opnað augu þeirra og alls heimsins
fyrir því kærasta og dýrmætasta, sem þeir áttu til.
7. STANDMYND AF TELL.