Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Qupperneq 40

Eimreiðin - 01.01.1919, Qupperneq 40
40 LJÓSIÐ lEIMISEIÐIN »Já, drengur minn. Langar þig ekki til að fara með?« »Jú, jú. Mér þykir gaman að því. Bara að við fáurn eitthvað«. Það var tilhlökkunarhreimur í rómnum. Litlu seinna lögðu þeir feðgar af stað. »Farið þið nú gætilega, svo að eg þurfi ekki að vera hrædd um ykkur«, sagði Helga, um leið og hún var að enda við að binda ullarþríhj'rnuna sína utan um höfuðið á Þórbrandi litla. Svo laut hún niður að honum og kysti hann. »Já, góða, við skulum fara varlega og koma heim fyrir myrkrið«, sagði Hallfreður, um leið og hann gekk fram úr baðstofudyrunum. Þeim feðgum sóttist seint fram fjörðinn. ísinn var víða ósléttur og meir undir fæti. Seltan leysti hann sundur. Hann var eins og hálfstirðnað krap að ofan. Hann hnoð- aðist utan á fæturna og gerði þá þunga og gönguna þreyt- andi. Ekkert kvikt var á ísnum. Hvít, stór eyðimörk. A víð og dreif lágu dauðir svartfuglar, helfrosnir. Þórbrandur litli tíndi þá saman, sem hann kom auga á, og safnaði á sleðann. Loksins komu þeir að rifunni. Hún var all- breið og fáeinir jakar á stangli voru í henni, en barm- arnir voru vel samfastir. En þar var engan sel að sjá. Þeir gengu með henni um stund. Alt í einu nam Hall- freður staðar. Eitthvað dökt var þarna á vakarbarminum. Hann setti hönd fyrir auga. Ekki gat það verið ís; það hlaut að vera selur. Hallfreður gaf Þórbrandi litla bend- ingu að nema staðar. Hann var ögn á eftir. Svo breytti hann um stefnu og gekk á svig við selinn. Hann læddist hálfboginn frá einum jakanum til annars og reyndi að láta þá skjda sér sem m>est. Hann nálgaðist selinn hægum fetum; því að ekki var að villast um, að selur var það. Hann gat svo vel greint liausinn. Bara að hann lægi kyr andartak enn þá. Færið var í það lengsta. Hallfreður mjakaði sér áfram seinustu faðmana nær þvi á fjórum fótum og reyndi að láta sem minst heyra til sín. Svo nam hann staðar á bak við ofurlítinn jaka, sem reis á rönd. Hann lagði byssuna á jakaröndina og miðaði á hausinn á selnum. Það var ekki laust við titring á hönd-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.