Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1919, Page 60

Eimreiðin - 01.01.1919, Page 60
60 RITSJÁ EIMREIÐIN) nafnið sé nær efni sögunnar, pá snertir sænska nafnið svo hjartað í hverjum, sem söguna hefir lesið, að við það verður eigi jafnast. Og Selma Lagerlöf skrifar altaf fyrir hjartað. Ósjálfrátt verður manni að bera saman þessi tvö miklu skáld- verk: Insta þráin og Föðurást, og kennir þá svo mikils munar, að ervitt verður um dóminn. Efnið i Föðurást er ekki jafn tröll- aukið, en skáldskapurinn er enn þá yndislegri. Enginn rithöf- undur kann, að minu viti, betur tökin á öllum bestu tilfinning- um mannshjartans, en Selina Lagerlöf. Pað má vera illur maður, sem hún getur ekki vakið einhverja hlýja og fagra kend hjá. Altaf leikur einhver bjarmi, einhver dýrð frá upphæðum, yfir sögum hennar, eins og hún væri ekki öll í þessum heimi, meðan hún skrifar. Og hamingjan hjálpi þeim, sem svo er kaldur, að hann ekki getur fundið til með Jóhanni keisara af Portúgal. Pýðingin er snildar góð. Mér fanst einhvern veginn, er eg sá nafn þýðandans á titilblaðinu, að hann væri að taka niður fyrir sig með þvi, að eyða tima sinum og kröftum i það að þýða. En hann hefir leyst verkið svo af hendi, að sæmandi er nafni hans — og því miður verður maður nú að segja minningu hans.. M. J. DR. GEORGES CHATTERTON HILL: ÍRLAND, Guðbrandnr Jónsson þýddi, Rókaverslun Ársæls Árnasonar, Rvik 1918, 152 bls. Bók þessi er í raun réttri ekki »söguleg lýsing«, þó að það standi á titilblaðinu, nema þá á einum þætti i sögu írlands, stjórn Englendinga og afskiftum af írlandi. Lætur höf. heldur litið af Englendingum, og yfirleitt má segja, að bókin sé haturs- þrungið sóknarskjal á hendur þeim. Er bókin skrifuð af þekk- ingu mikilli á sögu íra og dæmafárri mælsku og kappi. En þvi er ekki að neita, að kappið rýrir að sama skapi sögugildi bókar- innar. Vér finnum að hér er málfærslumaður að mæla með sín- uin málstað eða skjólstæðings síns, og verður þvi að segja, áður en vér fellum dóm honum í vil: Audiatur et altera pars. Pýðandinn hefir aukið inn i bó ina einum kafla um »fsland og írland« fyrir islenska lesendur. Þýðingin er góð og á köflum ágæt, og bókÍD er skemtileg aflestrar. Ættu menn að fá sér hana og lesa, því að skömm er að því, hve ÓKunnugir vér íslendingar erum írum, þeirri þjóð, er fyrst fann og bygði ísland, þó ekki yrði til frambúðar, og hefir auk þess lagt til eitt efnið, sem is- lenska þjóðin er mynduð af. M. J. JÓN HELGASON: FRA ISLANDS DÆMRINGSTID, Dansk isl. Samf. Smaaskrifter nr. 2; Kh. 1918, 120 bls. Bók þessi er fyrirlestrar, sem höfundurinn, hinn núverandi biskup fslands, hélt í Danmörku sumarið 1916. Rekur liann þar sögu vorboðanna íslensku, Eggerts Ólafssonar, Skúla fógeta,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.