Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 7
September 1993
Starfsemi Skýrslutæknifélags Islands
í 25 ár
Oddur Benediktsson
Þann 6. apríl árið 1968 var stofn-
aður félagsskapur sem hlaut
nafnið Skýrslutæknifélag Islands.
A stofnfundinum var Hjörleifur
Hjörleifsson, fjármálastjóri hjá
Rafmagnsveitu Reykjavíkur, kos-
inn formaður en Hjörleifur var
aðalhvatamaður að stofnun fél-
agsins. Auk Hjörleifs Hjörleifs-
sonar voru kosnir í fyrstu stjórn-
ina þeir Gunnlaugur Björnsson,
deildarstjóri í tölvudeild Sam-
bands íslenskra samvinnufélaga,
Jakob Sigurðsson, yfirmaður
tölvudeildar Sláturfélags Suður-
lands, Svavar Jóhannsson hjá
Búnaðarbanka Islands, Bjarni P.
Jónasson, forstjóri Skýrsluvéla
ríkisins og Reykjavíkurborgar
(SKÝRR), Magnús Magnússon,
forstöðumaður Reiknistofnunar
Háskóla Islands, Sigfinnur Sig-
urðsson, borgarhagfræðingur og
Sigurður Þórðarson, yfirmaður
tölvudeildar Loftleiða. Endur-
skoðendur voru kosnir þeir Áki
Pétursson hjá Hagstofu Islands
og Gunnlaugur B. Björnsson hjá
Útvegsbanka íslands. Fundar-
stjóri var Klemens Tryggvason,
hagstofustjóri. Allir þessir menn
höfðu haft forgöngu um tölvu-
væðingu fyrirtækja sinna.
Nú, tuttugu og fimm árum síðar,
eru félagar Skýrslutæknifélagsins
rúmlega þúsund talsins. Félags-
starfið er í miklum blóma.
Haldnar eru ráðstefnur og efnt til
sýninga og vettvangskynninga.
Tugir erlendra fyrirlesara hafa
komið til landsins á vegum fél-
agsins. Félagið gefur út fag-
tímaritið "Tölvumál" og nú eru
átján ár síðan tímaritið kom fyrst
út. Félagið tekur þátt í starfi margs
konar nefnda og ráða um upp-
lýsingatækni og þá einkum
varðandi stöðlun og íslenskt mál.
Félagið veitir nemendum í fram-
haldsskólum og háskólum verð-
laun fyrir framúrskarandi árangur
í tölvunámi. Síðastliðin tíu ár
hefur félagið rekið skrifstofu og
er Svanhildur Jóhannesdóttir nú
framkvæmdastj óri.
Formaður félagsins nú er Halldór
Kristjánsson verkfræðingur og
varafonnaður Anna Kristjáns-
dóttir prófessor.
Óhætt er að fullyrða að Skýrslu-
tæknifélagið hafi á liðnum árum
haft veruleg áhrif á þróun upp-
lýsingatækninnar hér á landi með
starfsemi sinni. Félagið fjallar
stöðugt um það sem efst er á
baugi á fræðslufundum, nám-
skeiðum og ráðstefnum. Tíma-
ritið "Tölvumál" er eina íslenska
fagtímaritið á sviði upplýsinga-
tækni sem gefið er út reglulega.
Félagið vinnur stöðugt að því
að viðunandi útfærsla sé á ís-
lenskum stöfurn í algengum
tölvubúnaði og að hinn erlendi
orðaforði tækninnar sé íslensk-
aður.
Forsagan
Skýrsluvélanotkun á Islandi hófst
árið 1949 þegar Hagstofa íslands
flutti inn fyrstu gataspjaldavél-
arnar. Klemens Tryggvason var
hagstofustjóri þá og einn af
stofnendum Skýrslutæknifélags-
ins.
Fyrirtækið Skýrsluvélar ríkisins
og Reykjavíkurborgar (SKÝRR)
var stofnsett árið 1952 í samvinnu
Hagstofunnar, Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og embættis land-
læknis vegna kaupa á nýjum
skýrslugerðarvélum. Þá hófst
vélræn útskrift rafmagns- og hita-
veitureikninga og v innsla verslun-
arskýrslna færðist yfir á nýju
vélarnar.
Fyrsta tölvan kom til landsins
árið 1964. Þá keypti SKÝRR
tölvu af gerðinni IBM 1401 til
skýrslugerðar með eldri gata-
spjaldavélunum. Sama ár fékk
Háskóli Islands tölvu af gerðinni
IBM 1620 að gjöf frá Fram-
kvæmdabankaíslands. TölvaHá-
skólans var nýtt til vísinda- og
verkfræðireikninga. Hún kostaði
þá á við gott einbýlishús. Nú eru
auglýstar tölvur til fermingagjafa
sem hafa margfalt meira reikniafl
en IBM 1620 tölvan og þó dugði
hún um árabil fyrir alla helstu
vísindaútreikninga landsmanna.
Þegar leið á sjöunda áratuginn
varð æ ljósara að gagnavinnslan
og tölvutæknin var all kostnaðar-
söm og vandmeðfarin. Því var
eðlilegt að hagsmunaaðilar bind-
ist samtökum um að nýta tæknina
sem best. Á hinum Norður-
löndunum og víðar höfðu þá
verið stofnuð félög um nýtingu
7 - Tölvumál