Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Page 9

Tölvumál - 01.09.1993, Page 9
September 1993 Haldið var námskeið í kerfis- gerð. Kennarar voru Mogens Boman og Ejvind Næsborg. Fjallað var um stöðlunarmál á félagsfundi. Framsögu höfðu Hörður Jónsson og Sverrir Júlíusson. 1976 Guðni S. Gústafsson hélt erindi um hlutverk endurskoðandans í tölvuvinnslu. Poul Sveistrup, dósent við Kaup- mannahafnarháskóla, hélt erindi sem hann nefndi: "Privathed contra offentlighed i data- lovgivning". Rit félagsins, "Tölvumál", hóf göngu sína þetta ár. I ritnefnd voru Ottar Kjartansson, ábm., Oddur Benediktsson og Grétar Snær Hjartarson. 1977 Oddur Benediktsson var kosinn formaður félagsins. Gunnlaugur G. Björnsson flutti erindið: "Reiknistofa bankanna frá sjónarhóli bankamanns". Oddur Benediktsson og Gunnar Ingimundarson fluttu fyrirlestra um gagnasafnskerfi. Sture Allén, prófessor í Gauta- borg, flutti erindi um máltölvun. Willy Bohn, staðlasérfræðingur hjá IBM í Þýskalandi, flutti erindi á félagsfundi í desember 1977 um alþjóðlega staðla og stafatöflur. Willy mun reyndar hafa liðsinnt Islendingum svo um munaði þegar unnið var að 8-bita tölvu- stafatöflumfyrirEvrópu. Honum eigum við að þakka að allir sér- íslensku stafirnir finnast í hinum veigamikla, alþjóðlega stafa- töflustaðii ISO 8859. Þessi staðall er enn grundvöllur þess að við getum krafist þess af framleiðendum almenns tölvu- búnaðar að íslenskan sé útfærð samkvæmt staðli. Vinnuhópar um niðurröðun íslensku stafanna í stafatöflum og á lyklaborði skiluðu af sér á árinu. 1978 Fjallað var um míkrófilmu- og míkrófichetækni á félagsfundi og höfðu þeir Jakob Sigurðsson, Stefán Ingólfsson og Helgi V. Jónsson framsögu. Þorvarður Jónsson flutti erindi sem hann nefndi: "Modem og gagnasendingar um símakerfið". Haldinn var félagsfundur um "Tölvunotkun við stjórn fyrir- tækja" og fluttu þessir menn erindi: Páll Jensson, Halldór Friðgeirsson, Þorgeir Pálsson og Björn Friðfinnsson. Armann Snævarr flutti erindi um efnið: "Frumvarp til laga um kerfis- bundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni". 1979 Jón Þór Þórhallsson var kosinn formaðurfélagsins. Félagið efndi til "Smátölvusýningar" í húsnæði Verkfræði- og raunvísindadeildar Háskóla Islands. Samkvæmt beiðni Alþingis gaf félagið um- sögn um frumvarp urn persónu- gagnalöggjöf og lagði til breyt- ingar á frumvarpinu. Páll Jensson, Ari Arnalds, Elías Davíðsson og Guðni Kristjáns- son unnu að stöðlun samninga fyrir kaup og viðhald á tölvu- búnaði. Kevin R. Batchelor flutti fyrir- lestur um þátt endurskoðenda í mati á tölvukerfum. 1980 Vettvangskynning var haldin í húsnæði frystihúss Isbjarnar hf. Páll Theodórsson flutti erindi um efnið "Ritvinnsla - textavinnsla”. Jóhann P. Malmquist flutti erindi um gagnasafnskerfi. 1981 Tillaga gerð að niðurröðun íslensku stafanna á lyklaborð sem byggði á alþjóðastaðlinum ISO 2126. Þá voru í lyklaborðsnefnd Auðun Sæmundsson (formaður), Helgi Jónsson og Jóhann Gunn- arsson. Björgvin B. Schram flutti erindi um verkefnisstjórn. Michael Jackson flutti erindið: "The Jackson Method (JSP) for program and system design". A fundi um örtölvur hélt Sigfús Björnsson erindi sem nefndist "Hvað erörtölva" ogOddurBene- diktsson erindið "CP/M stýri- kerfið og örtölvuhugbúnaður". Lög nr. 63/1981, um kerfisbundna skráningu á upplýsingum, er varða einkamálefni, voru fyrstu lögin til verndar einstaklingum vegna skráningar á upplýsingum um einkamálefni þeirra. Sam- kvæmt beiðni Alþingis gaf fél- agið umsögn um frumvarpið og lagði til breytingar á því. Svo nefnd "Tölvunefnd" starfar sam- kvæmt lögunum til þess að hafa eftirlit með framkvæmd þeirra. Skýrslutæknifélagið tilnefnir mann í Tölvunefnd. Bjarni P. Jónasson var fyrsti fulltrúi félagsins í nefndinni og Guðjón Reynisson er nú fulltrúi. 1982 Philip H. Dorn flutti fyrirlest- urinn: "AnEDPManager’sGuide to Survival". Benedikt Sigurjónsson flutti erindi um störf Tölvunefndar. Datadagur ’82 var haldinn í sam- vinnu við Nordisk Dataunion. Þar voru fluttir fyrirlestrar um tölvunotkun í framtíðinni. Skýrslutæknifélagið gerðist aukaaðili að Nordisk Dataunion. A félagsfundi um "Tölvur og heilsufar" fluttu fyrirlestra þau Olafur Guðmundsson, Guðbjörg 9 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.