Tölvumál - 01.09.1993, Page 12
September 1993
Frá formanni
Ávarp flutt í afmælishófi Skýrslutæknifélagsins,
6. apríl 1993
Halldór Kristjánsson
Ágætu gestir!
Eg vil byrja á því að óska okkur
til hamingju með þennan dag,
ekki síst stofnfélögum okkar sem
nú líta aftur til ársins 1968.
Frændi minn, bóndi og Þingey ing-
ur orti svo um tölvuvæðinguna:
Engum háir heimskan lengur.
Hér er mikil breyting á
því tölvan vinnur, tölvan gengur
og tölvan hugsar fyrir þá.
Það er sannast sagna að tölvu-
tæknin hefur tekið stórkostlegum
breytingum síðan félagið okkar,
Skýrslutæknifélag Islands var
stofnað árið 1968, þó ekki sé nú
enn svo illa komið að tölvan
hugsi fyrir okkur.
Þá voru sjálfvirkar skýrsluvélar,
eins og þær nefndust, fáar og dýrar
og þekking á notkun þeirra bundin
við fáa. Nú er öldin önnur þegar
fjöldi tölva hér á landi nálgast
óðfluga eitt hundrað þúsund og
tölvuþekking er útbreidd meðal
almennings.
Það er því óhætt að kalla þá
frumkvöðla sem stóðu að stofn-
un félagsins laugardaginn 6. apríl
1968 eftir nokkurn undirbúning
sem hófst með undirbúningsfundi
19. febrúar 1968.
Það dylst engum að tölvu- og
upplýsingatæknin hefur búið að
þessu framtaki þessara félaga
okkar og að félaginu hefur auðn-
ast á þessum tuttugu og fimm
árum að korna mörgum góðum
málum í höfn.
En hvað segja annálar um stofn-
árið að öðru leiti? I febrúar
geisaði ofsaveður og tveir breskir
togarar fórust ásamt einum báti
frá Bolungarvík og gengi
krónunnar lækkaði um 35,2%.
Kristján Eldjárn var kosinn forseti
lýðveldisins árið 1968 og Gylfi
Þ. Gíslason formaður Alþýðu-
flokksins. Bókin Kristnihald
undir Jökli eftir Halldór Kiljan
Laxness var gefin út og Jónas frá
Hriflu lést. Ása Guðmundsdóttir
Wright stofnaði tvo sjóði til
styrktar vísindum á Islandi og
hægri umferð tók gildi. Norræna
húsið var vígt þetta ár og boðað
var til fundar allra stjórnmála-
flokkanna vegna alvarlegs efna-
hagsástands sem stafaði fyrst og
fremst af óhagstæðri verðlags-
þróun á erlendum fiskmörkuðum
og minnkandi sjávarafla.
Af þessu má ráða að margt
merkilegt gerðist á því herrans
ári en sérstaka athygli vekur að
efnahagsmálin virðast enn vera í
sömu kreppunni og þá, þó okkur
tölvufólki hafi skilað vel á veg til
aukins þroska á þessum tíma.
í ágætri grein í Morgunblaðinu í
dag [6.4. 1993] rekur dr. Oddur
Benediktsson sögu félagsins í
tuttugu og fimm ár og vil ég nota
þetta tækifæri til þess að þakka
honum fyrir það.
Þessi saga er okkur flestum hér
inni kunn með einum eða öðrum
hætti og ætla ég þvf ekki að
endurtaka hana en þess í stað að
fjalla lítillega um stöðu félagsins
nú og horfa fram á við.
Mig langar til þess að geta þess í
framhjáhlaupi að nokkur umræða
var á stofndögum urn það hverjir
væru tækir í félagið eins og það
er nefnt í fundargerðarbók. Rætt
var um að hafa inngöngu bundna
við samþykki félagsstjórnar og
að félagsmenn frá framleiðend-
um skýrsluvéla ættu ekki að hafa
kjörgengi í stjórn félagsins. Mun
þetta hafa verið vegna þess að
eitt af markmiðum félagsins var
að stuðla að hagkvæmum inn-
kaupum á búnaði. Þá var
ákveðið að fullt félagsgjald
fyrsta árið yrði kr. 1.000,-.
Á liðnum árum hefur þeim félög-
um og samtökum fjölgað sem
hafa einhver svið tölvu- og upp-
lýsingatækni á dagskrá sinni.
Mörg þeirra eru hagsmunafélög
en önnur er áhugamannafélög um
ákveðin afmörkuð svið.
Skýrslutæknifélagið hefur ávallt
starfað á breiðum grundvelli og
hefur látið málefni greinarinnar í
12 - Tölvumál