Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 14
September 1993
Ávarp flutt í afmælishófi Skýrslutæknifélagsins,
6. apríl 1993
Jóhann Gunnarsson
(Eftirfarandi er tekið saman
mánuði eftir samkomu þessa sam-
kvæmt minnisblöðum sem ég
hafði að styðjast við. Sé textinn
ekki nákvæmlega eins og mér
fórust orð bið ég lesendur að
taka trúanlegt að þetta vildi ég
eftir á sagt hafa.)
Góðir félagar!
A þessari 25 ára afmælishátíð er
margs að minnast.
Þessu félagi hefur tekist að verða
og vera sjálfsagður og ótvíræður
samnefnari fyrir þá margbreyttu
atvinnugrein sem upplýsinga-
tæknin er orðin.
Oddur Benediktsson prófessor,
heiðursfélagi og fyrrverandi for-
maður rifjar upp mörg atriði úr
sögu félagsins í ítarlegri afmælis-
grein í Morgunblaðinu í dag.
[6.4.1993]. Má þar glöggt sjá
hversu víða komið hefur verið
við og að mörgu unnið. Mig
langar að minnast á tvo þætti sem
hafa verið áberandi í starfinu alla
tíð og báðir verið mér hugleiknir
löngum.
Annarsvegar er ég að hugsa um
stöðlunarmál og hinsvegar það
sem kalla mætti sambúð íslensks
máls og gagnavinnslutækninnar.
Þessir málaflokkar eru reyndar
tengdir þegar nánar er að gáð.
Fyrstu skýrsluvélarnar voru illa
búnar til að birta texta. Beita
þurfti alls konar brögðum til að
rita mannanöfn með frambæri-
legum hætti. Reyndar er réttara
að segja að lengst af hafi ritháttur
nafna í skattskrám, íbúaskrám, á
orkureikningum og víðar ekki
verið með frambærilegum hætti.
(frh. affyrri síðu)
En við megum ekki gleyma því
að þróun annars staðar í heim-
inum hefur einnig áhrif á okkur
hér og því er mikilvægt að fy Igjast
með á sem flestum vígstöðvum.
I þessu skyni er Skýrslu-
tæknifélagið aðili að norrænum
samtökum skýrslutæknifélaga,
alþjóðasamtökum skýrslutækni-
félaga og félagið er að ganga í
evrópusamtök skýrslutækni-
félaga. Með þessum hætti, og
aðild okkar að Fagráði í upplýs-
ingatækni, teljum við tryggt að
við höfum fingurinn á því helsta
sem er að gerast á þessu sviði í
heiminum. í öllum þessum sam-
tökum eru staðlamál ofarlega á
baugi en þau tel ég vera einn af
hornsteinunum í starfi félagsins
okkar á komandi tíð.
En eins og segir í góðri bók þá er
maður manns gaman og ekki
megum við gleyma okkur um of
í því hvað við ætlum að gera
fyrir greinina okkar. Félag eins
og Skýrslutæknifélagið byggir á
áhuga félaganna og honum er
viðhaldið með hæfilegri blöndu
af skemmtun og fræðslu. Nú
hefur árshátíð félagsins verið
haldin í nokkur ár við vaxandi
vinsældir. Fleiramágera íþessum
dúr og gjarnan blanda þá saman
fræðslu og skemmtun.
Þegar grein birtist um það í MBI
fyrir mörgum árum að ég væri
orðinn formaður Skýrslutækni-
félagsins spurði tengdamóðir
mín konu mína hvaða félag þetta
skýrsluvinafélag væri sem ég væri
orðinn formaður fyrir. Við
ættum að stefna að því að félagið
okkar verði sannkallað skýrslu-
vinafélag þar sem góðir félagar
og vinir vinna sameiginlega að
góðum málum og hafa gaman af
því!
Gleðilega hátíð!!
Halldór Kristjánsson, for-
maður Skýrslutœknifélags
Islands er verkfrœðingur
að mennt og rekur eigið
fyrirtæki, Tölvu- og
verkfrœðiþjónustuna.
14 - Tölvumál