Tölvumál - 01.09.1993, Side 15
September 1993
Látinn heiðursmaður, sem var
reyndar einna fyrstur Islendinga
til að hafa gagnavinnslu í vélum
fyrir aðalstarf, varð til dæmis að
láta sér lynda að vera nefndur
AKI PETURSSON í opinberum
skrám.
Við þetta var háð erfið barátta,
bæði tæknina sjálfa og framleið-
endur vélanna, sem löngunr voru
tregir til að leggja hart að sér
fyrir hinn örsmáa íslenska mark-
að. Eftir að vélagerðum tók að
f jölga (frá 1949 og fram yfir 1960
voru varla til hér gagnavinnslu-
vélar frá öðrum fyrirtækjum en
IBM) upphófst nokkurt stríð við
að samræma stafróf hinna ýmsu
framleiðenda. Þessari baráttu er
ekki lokið, en teikn eru á lofti
(enn einu sinni!) um að hún kunni
að verða léttari eftirleiðis. Mark-
verður áfangi var það þegar tókst
að sameina alla innflytjendur
einmenningstölva af PC-gerð um
eina íslenska stafatöflu áður en
slíkt varð um seinan. Því miður
mistókst tilraun til að ná tölvum
frá Apple inn í þetta samkomulag
á sama tíma.
Enda þótt framleiðendur véla hafi
oft verið miður leiðitamir höfum
við átt Hauka í Horni erlendis,
sem haft hafa aðstöðu, þekkingu
og skilning til að gæta hagsmuna
okkar svo um munar. Ekki er á
neinn hallað þótt sérstaklega sé
getið Þjóðverjans Willi Bohn,
sem beitt hefur aðstöðu sinni í
vinnuhópum ISO, alþjóðasam-
taka um stöðlun, til að tryggja
okkar kæru séreinkennum ð, ý
og þ sæti í alþjóðlega stafatöflu-
staðlinum ISO 8859-1. Willi
hefur heimsótt Island og flutt
erindi á fundum hjá félaginu.
í allri þessari vinnu hefur Skýrslu-
tæknifélag Islands haft nokkra
forystu. Nefndir hafa starfað á
vegum þess, bæði urn stafatöflur
þar sem, eins og Oddur Benedikts-
son segir í nefndri afmælisgrein
"sá árangur náðist í samræmingu
að stafaruglið er þrátt fyrir allt
minna hér á landi en víða annars
staðar", og eins um hnappaborð,
en um það tókst einnig (áður en
yfir lauk) almenn samstaða.
Á meðan dvalið er við stöðlun
skal einnig nefnt að félagið gaf
út staðlaða viðhalds- og kaup-
samninga um vélbúnað. V oru þeir
allmikið notaðir á sínum tíma.
Vinnan við stafatöflurnar er auð-
vitað hvorttveggja stöðlun og
trygging þess að unnt sé að vinna
á íslensku í upplýsingatækninni.
Sama má segja um það starf sem
snemma hófst að íslenska orð og
hugtök úr tölvumáli og koma
þeim á framfæri. Eg man ekki
hverjir sátu í fyrstu orða-
nefndinni, en við Bjarni heitinn
Jónasson, þáverandi forstjóri
Skýrsluvéla ríkisins og Reykja-
víkurborgar, gáfum út fyrsta
vísinn að orðasafni þannig frá
genginn að erlendu orðin ásamt
þýðingum voru færð inn á gata-
spjöld. Þegar pantanir bárust var
spjaldabunkanum rennt í gegn um
"tabúlator" og prentað á sam-
hangandi pappír jafn oft og upp-
lagið þurfti að vera.
[Síðan þetta ávarp var haldið hef
ég rifjað upp með hjálp Tölvu-
mála (9. tbl. 2. árg. desember
1977) að Bjarni Jónasson varfor-
maður nefndarinnar til þess tíma
frá stofnun 1968. Hafði nefndin
þá gefið út tvær útgáfur af
orðalistanum með ofangreindum
hætti. Bjarni gekk úr nefndinni
um þessar mundir, en eftir voru
Jóhann Gunnarsson, formaður,
Baldur Jónsson og Jón Skúlason.
Formennska undirritaðs var stutt,
stóð aðeins fram á næsta vor, en
þá hélt ég af landi brott til þriggja
ára búsetu. Frá 1978 sitja þau í
orðanefnd Baldur Jónsson,
Sigrún Helgadóttir, Þorsteinn
Sæmundsson og Örn Kaldalóns.J
Að orðasmíðinni var svo gengið
síðar af betri efnum og meiri
nryndarskap. Tölvuorðasafn
hefur komið út í tveimur útgáfum
síðan. Orðasafnið er staðall í
þeim skilningi að í báðum út-
gáfum hefur að verulegu leyti
verið stuðst við alþjóðlegan
staðal, Data processing -
vocabulary (ISO 2382). En tæknin
þróast ört og enn er þörf fyrir nýtt
átak í orðtöku og útgáfu, sem ég
vona að félaginu auðnist að
hrinda í framkvæmd.
Ekki er fullgreint frá afskiptum
félagsins af stöðlun nema nefnt
sé að félagið var á sínum tíma
beðið að skipa fulltrúa í Staðla-
ráð í upplýsingatækni (UT -
staðlaráð), sem það gerði.
Félagið átti einnig þátt í stofnun
Fagráðs í upplýsingatækni á sl.
sumri og hefur átt mann í stjórn.
Félagið hefur gefið út siðareglur
og haft afskipti af löggjöf, til
dæmis urn meðferð persónu-
upplýsinga.
Upptalning þarf ekki að vera
lengri til að sýna að á þessum
sviðum hefur félagið markað
spor, haldið vöku sinni og verið
í forystu þar sem forystu var þörf.
Megi það halda svo áfram lengi
enn. Lifið heil.
Jóhann Gunnarsson er
deildarstjóri tölvumála í
fjármálaráðuneytinu -
Hagsýslu ríkisins og
heiðursfélagi Skýrslu-
tœknifélags Islands.
15 - Tölvumál