Tölvumál - 01.09.1993, Síða 17
September 1993
Hvenær veröa munir minjar
og nútíð saga?
Lilja Árnadóttir
Nú þegar Skýrslutæknifélag
íslands er 25 ára hefur verið efnt
til sýningar á tölvum og tölvu-
búnaði. Henni er ætlað að gera
grein fyrirþvíhvemig tölvur vinna
og hvaða þýðingu þær hafa haft
fyrir mótun okkar samtíma. A
umræddu tímabili hefur þróun
tölva og búnaðar tengdum þeinr
verið geysihröð og því varð það
að ráði að einhver velti fyrir sér
því efni sem felst í titli þessa
spjalls. Hér verður aðeins unnt
að drepa lítillega á atriði sem
varða þessi mál en ólíklegt er að
við spurningunni finnist neitt
viðhlítandi svar.
í daglegu starfi safnmannsins ber
honum bæði að hafa í huga marg-
þættar skyldur sem söfn hafa
lögum samkvæmt og jafnframt
alþjóðlegar siðareglur, sem gilda
í starfsgreininni. Eitt megin-
hl utverk safna er að safna hlutum,
rannsaka þá, varðveita og miðla
um þá upplýsingum til almenn-
ings með sýningahaldi, útgáfu
o.s.frv. Markmiðið er að með
gripa- ogheimildasöfnun geti söfn
sýnt lfam á líf og störf fólks á
hverjum tíma, hlutir skulu settir í
samhengi og kappkostað að
samborgarar geti með heimsókn
á minjasafn öðlast þekkingu á
fortíðinni og eigi því auðveldara
með að takast á við atburði
líðandi stundar. Það er svo vandi
okkar safnmannanna að finna
leiðir til að ná setturn mark-
miðum.
Fyrr á tíð þurfti hlutur að vera
sérmerkilegur, afar skrýtinn eða
vitna um hjátrú til að verða safn-
gripur. Eftir því sem tímar liðu
og 20. öldin nálgaðist var lögð
ríkari áhersla á að safna því sem
merkilegt taldist vegna listgildis
ogmenningarsögulegsgildis. Má
þar nefna vandaða listgripi,
kirkjugripi, jarðfundna fornmuni
o.þ.h. Það er ekki fyrr en bylting
á sér stað í atvinnuvegunum og
hillir undir breytta þjóðfélags-
gerð að rnenn taka að safna
hlutum er sýna daglegt líf og
vinnubrögð ýrnis konar.
Það erþví alllöng hefð fyrirþeirri
reglu að um leið og hætt er að
nota hluti þá öðlist þeir söfn-
unargildi. Lengi vel gekk þessi
regla nokkuð vel en nú hafa
hlutirnir hins vegar tekið á sig þá
mynd að tækni- og samfélags-
þróun er svo ör, lífsins gagn og
nauðsynjar svo flókið fyrir-
brigði, að útilokað er að safna
öllu sem til vitnis getur orðið um
mannlega starfssemi og mannleg
samskipti. Á heimilum okkar í
dag eru hlutir um tuttugu þúsund
talsins meðan þeir voru fyrir
hundrað árum aðeins fáein
hundruð þegar best lét. Þá kemur
bæði það til bjargar að hlutir á
okkar tímum eru vel flestir
fjöldaframleiddirogþvíekki þörf
á að halda til haga nerna fáum
eintökum af merkilegum og
dæmigerðum hlutum og einnig
hitt að tækniþróun síðustu ára
hefur leitt til þess að ýmsar leiðir
eru færar til öflunar heimilda og
skrásetningar. Hið gagnstæða
gilti áður þegar margir hlutir voru
handgerðir og því hver um sig
einstæður.
Á okkar tímum þegar hlutverk
safna breytist í takt við tímann
ríður á skarpskyggni safnmanns-
ins, að hann velji hið rétta til
varðveislu, að hann finni leiðir
til að skrásetja tækniþróun og
framleiðslu hvers konar. Eftir
því sem samfélagsgerð verður
margþættari, sérhæfing nteiri og
tækninýjungar örari verður hið
hliðstæða að gerast í starfi safna.
Þau þurfa að vera á verði og
finna leiðir til varðveislu þekk-
ingar fyrir komandi kynslóðir.
Leita þarf eftir samstarfi og
ráðleggingum sérfræðinga og
annarra sem vel þekkja til í hverri
atvinnugrein og reyna nreð því
móti að varðveita bæði muni,
minjar og heimildir um liðna tíð.
Söfnin eiga með margvíslegum
hætti að geta lagt sitt af mörkum
til frekari farsældar og upp-
byggingar í lfamtíðinni.
Lilja Árnadóttir er safn-
stjóri P jóðminjasafns
Islands.
17 - Tölvumál