Tölvumál - 01.09.1993, Page 19
September 1993
skeiðinu voru beðnir um að taka
að sér keyrsluna þá sögðu þeir:
"Látið Islendingana keyra
þetta, þeir eru vanir að vinna
allan sólarhringinn". Norð-
mennirnir vildu nefnilega ekki
vinna á nóttunni en það varð úr
að við tókum verkið að okkur
og vorum bara fegnir að fá að
æfa okkur á vélarnar.
"Af hverju varstu ekki
bara áfram á
sjónum?"
Ég var sjómaður, bæði á togurum
og fraktskipum, áður en ég byrj-
aði að vinna við tölvurnar og
var þess vegna mikið að heiman.
Að mati barnanna minna tók samt
ekkert betra við þegar ég kom í
land og fór að vinna við tölvurnar
því oft var ég farinn í vinnuna
áður en þau vöknuðu á morgnana
og kom ekki til baka fyrr en þau
voru sofnuð. Af þessu tilefni
sagði eitt barnið við mig: "Pabbi
af hverju varstu ekki bara áfram á
sjónum? Þegar þú varst á sjónum
þá varstu heima þegar þú varst
heima en núna ertu aldrei heima!"
Jakob Sigurðsson
fyrrverandi stjórnarmaöur í SÍ rifjar upp minnisstæð atvik
frá fyrstu árum tölvutækninnar á íslandi.
Eiga að vera starfs-
titlar í þjóðskrá?
Áki Pétursson á Hagstofunni var
einn af frumherjunum, ákaflega
skemmtilegur og gáfaður maður.
Hann var hugsuðurinn á bak við
nafnnúmerakerfið og vann mikið
í þjóðskránni. Þegar farið var að
huga að því að tölvusetja þjóð-
skrána komu upp ýmsar spurn-
ingar m.a. hvort setja ætti starfs-
titla í hana. Áki vildi ekki hafa
starfstitlana með en um það voru
skiptar skoðanir. Af því tilefni
ætlaði ónafngreindur maður að
sannfæra Áka um nauðsyn þess
að hafa titlana með og sagði við
hann: "Ætlarðu t.d. að senda Jóni
Árnasyni (sem þá var bankastjóri
Landsbankans) ítrekun vegna
ógreidds rafmagnsreiknings af því
þú þekkir hann ekki frá hinum
Jónunum?"Áki varallsekkisáttur
við að gerður væri greinannunur
á mönnum því hann svaraði: "Ef
þetta eru rökin þá er um-
ræðunni uni titla í þjóðskrá
lokið!" og aldrei fóru neinir titlar
í þjóðskrána.
Stjórnendur og
tölvumálin
Að mínu mati hafa stjórnendur
fyrirtækja almennt ekki fylgst
nógu vel með því sem er að
gerast í tölvumálunum. Þetta
hefur oft komið berlega í ljós t.d.
í ógleymanlegu útvarpsviðtali
sem ég heyrði fyrir mörgum árum
síðan. Talað var við einn af
yfirmönnum SKÝRR og sagði
hann, ítilefni afkomu nýrrarvélar
til fyrirtækisins, að vélin væri
svo stór að hún myndi endast
SKÝRR um fyrirsjáanlega fram-
tíð!
Óraunhæfar kröfur
gerðar tii manna
Tiltölulega fáir af þeim mönnum
sem unnu við vélarnar á fyrstu
árum tölvutækninnar urðu lang-
lífir í "bransanum". Nokkrir hafa
þó þrjóskast við áratugum saman
og unnið við tölvutæknina þrátt
fyrir að oft á tíðum hafi verið
gerðar til þeirra mjög óraunhæfar
Jakob Sigurðsson
kröfur. Margir, og þó sérstaklega
sölumenn, voru sífellt að segja
stjórnendum hversu mikið væri
hægt að gera með tölvunum, án
þess að skýra hvað þyrfti til,
með þeim afleiðingum að hjá
stjórnendum byggðust upp mjög
rangar væntingar um árangur.
Þegar verkefni tóku langan tíma
var stjórnendum oft talin trú um
að starfsmennirnir væru ekki
19 - Tölvumál