Tölvumál - 01.09.1993, Qupperneq 20
September 1993
nógu góðir og varð það til þess
að margir góðir menn hættu að
starfa á þessu sviði.
Misnotkun á trausti
Klemens T ryggvason fyrrverandi
Hagstofustjóri, einn af frum-
kvöðlunum í notkun tölvutækn-
innar, var mjög nákvæmur í sínu
starfi og hef ég alla tíð borið
mikla virðingu fyrir honum. Það
fór alltaf mjög vel á með okkur
og þótti mér það því mjög miður
er hann hringdi eitt sinn til mín,
hinn reiðasti, og taldi mig hafa
brugðist því trausti sem mér hefði
verið sýnt gagnvart notkun á
þjóðskránni. Ég kannaðist ekki
við neitt slíkt og óskaði eftir að
fá að ræða málið við hann á
Hagstofunni. Þegar ég kom
þangað kom Klemens á móti mér
Ottó A. Michelsen
heiöursfélagi SÍ rifjar upp minnisstæð
tölvutækninnar á íslandi.
"..ég er búinn að vinna
10áravinnuínótt!"
Mikilvægur liður í lífsbaráttu
minni var að selja Háskóla Islands
tölvu af gerðinni IBM-1620. Ég
/
Ottó A. Michelsen
þurfti mikið að hafa fyrir þeirri
sölu því samkeppnin var hörð og
til þess að sannfæra kaupendurna
um ágæti vélarinnar þurfti að fá
lánaða, í nokkrar vikur, vél frá
Kanada sem búið var að selja til
Finnlands.
Þetta krafðist mikils skipulags,
bæði flutningurinn sjálfurog allur
annar undirbúningur. Það var
t.d. mikið vandamál að koma
vélinni inn í flugvélarnar því
dyrnar voru ekki nógu stórar. Til
þess að koma vélinni til Islands
varð hún svo að fara eftirfarandi
flugleið:Kanada-England-ísland
og síðan áfram Ísland-Frakkland-
Noregur-Finnland.
Nauðsynlegt reyndist að fá
lánaða sérfræðinga frá Dan-
mörku og Noregi til aðstoðar og
til þess að nýta lánstímann sem
best voru ýmsir aðilar búnir að
gata þúsundir spjalda áður en
vélin kom til landsins.
Það má með sanni segja að vélin
var vel nýtt meðan hún var hér
því hún var keyrð 24 tíma á
sólarhring. Dr. Stefán Aðalsteins-
son var þá að vinna að doktors-
ritgerð sinni og fleiri verkefnum
og bað mig afsökunar því þarna
hafði verið um misskilning að
ræða. Þetta sýndi mér þá miklu
virðingu sem Klemens hafði fyrir
hlutverki Hagstofunnar við
rekstur þjóðskrárinnar og þar
með þeim kröfum sem gerðar
voru um notkun hennar. Þetta
atvik varð því síður en svo til
þess að skyggja á okkar áralöngu
og ágætu samvinnu.
ik frá fyrstu árum
og var einn þeirra manna sem
notfærðu sér vélina. Eitt sinn er
ég kom til vinnu að morgni mætti
ég Stefáni illa til reika og slagaði
hann á móti mér út í dyr. Ég
hugsaði með mér "Guð minn
almáttugur, nú hef ég leyft honum
að vera hér í nótt og hann kemur
út draugfullur að morgni!" og
ekki bötnuðu hugsanir mínar
þegar hann gekk til mín og vafði
mig örmum en loks áttaði ég nrig
þegar Stefán sagði brosandi
"Ottó ég er svo glaður, ég er
búinn að vinna 10 ára vinnu í
nótt!"
James Bond á
íslandi!
Fyrstu árin mín í vinnu ein-
kenndust af mikilli vinnuhörku
og vinnugleði. Ég byrjaði að
byggja upp fyrirtæki mitt árið
1946 en ekki er hægt að segja að
ég hafi tekið mér sumarfrí fyrr en
árið 1965. Ég var alltaf á vakt,
20 - Tölvumál