Tölvumál - 01.09.1993, Side 22
September 1993
Reiknistofa bankanna 20 ára
Þórður Sigurðsson
Um þessar mundir heldur Reikni-
stofa bankanna hátíðlegt 20 ára
afmæli sitt. Það var 23. mars
1973, að nokkrir mektar banka-
menn komu saman til stofnfundar
samstarfs um rekstur reiknistofu,
tölvumiðstöðvar, sem annaðist
skjalaskipti og bókhald banka og
sparisjóða. Þessi stofnfundur átti
sér að sjálfsögðu nokkurn að-
draganda.
Sívaxandi notkun tékka í íslensku
viðskiptasamfélagi var fyrir-
brigði, sem kallaði á störf síauk-
ins fjölda bankamanna við skjala-
skipti (clearingu) og bókun.
Það þýddi að sjálfsögðu síauk-
inn kostnað, en aukinni tékka-
notkun fylgdi annar vankantur.
Snjallir menn sáu í hægfara skjala-
skiptakerfi opna leið til "sjálfs-
afgreiðslu lána" eða þess sem
almennt var kallað tékkakeðjur.
Við þessar tékkakeðjur hafði
verið glímt með ærnum tilkostn-
aði, m.a. með skyndiskjalaskipt-
um, en ekkert dugði.
Það var því ákveðið á fundi
bankastjóra viðskiptabankanna
25. nóvember 1970 að skipa
nefnd til að athuga möguleika á
sameiginlegri þjónustu fyrir við-
skiptabankana, einkum sameigin-
legri notkun rafreikna.
Seðlabankinn lagði fram fulltrúa
í þessa rafreikninefnd auk við-
skiptabankanna. Greinargerð lá
fy r i r eftir 10 mánaða nefndarstarf.
Það álit, sem nefndin setti fram,
varð þess valdandi, að í ársbyrjun
1972 tók undirbúningsnefnd til
starfa, og þeirri nefnd til aðstoðar
3ja manna starfshópur.
Um það bil ári síðar var stofn-
fundurinn haldinn, eins og áður
sagði, og kosin stjórn, sem var
skipuð þessum bankastjórum:
Helgi Bergs, Landsbanka, for-
maður, Svanbjörn Frímannsson,
Seðlabanka, Jónas G. Rafnar,
Utvegsbanka, Stefán Hilmarsson,
Búnaðarbanka, og Höskuldur
Olafsson, Verzlunarbanka. Þessir
sömu menn sátu í undirbúnings-
nefndinni, nema hvað Jóhannes
Nordal var þar fulltrúi Seðla-
bankans.
Vinnuhópurinn, sem safnað
hafði upplýsingum um færslu-
magn í bönkum og sparisjóðum
og á þeim upplýsingum byggt leit
tilboða um vélbúnað, lagði frarn
skýrslu um tilboðin í lok sept-
ember 1973, en aðeins 3 fyrirtæki
skiluðu tilboðum, NCR, IBM
og Burroughs.
1 þeim sama mánuði tók Einar
heitinn Pálsson til starfa, en
stjórnin hafði ráðið hann sem
forstjóra hins nýja fyrirtækis.
Einar var ljúfur maður og sam-
vinnulipur. Hann gat þó verið
ákveðinn og fastur fyrir, þegar
hann taldi sig hafa rétt mál að
verja. Uppbyggingarstarf hans á
erfiðum byrjunarárum var
ómetanlegt, en því miður naut
Færslufjöldi í RB og starfsmannafjöldi banka, sparisjóöa og RB
Færslumagn (millj.) -------♦--------Starfsmannaljðldi banka, ----------■--------Færsluljöldi á mann á árl.
sparisjóða og RB.
22 - Tölvumái