Tölvumál - 01.09.1993, Síða 23
September 1993
hans allt of skamma hríð við,
tæp 4 ár, því hann fórst í hörmu-
legu bílslysi 18. júní 1977.
I stað hans var Þórður Sigurðs-
son ráðinn forstjóri og hefur hann
gegnt því starfi síðan. Hann hafði
unnið í undirbúningsstarfshópn-
um og eftir það verið fulitrúi
Búnaðarbankans í samstarfs-
nefnd um RB.
Helgi Bergs var, eins og áður
sagði, fyrsti formaður stjórnar
RB og var hann formaður í 7 ár.
Jónas H. Haralz, bankastjóri
Landsbankans, tók við af Helga
og var formaður í 8 ár, en síðustu
5 árin hefur Stefán Pálsson,
bankastjóri Búnaðarbankans,
verið formaður stjórnar RB.
Formenn samstarfsnefndar hafa
verið tveir, fyrstur Gunnlaugur
heitinn Björnsson, Utvegsbank-
anum, en síðastliðin 10 ár hefur
Helgi H. Steingrímsson, Lands-
bankanum, verið formaður
nefndarinnar.
Hér á eftir fer 20 ára saga RB í
örstuttu annálsformi, eins og hún
var rakin á aðalfundi í mars s.l.:
1973
15. nóvember var haldinn fyrsti
fundur samstarfsnefndar. Samþ.
tillaga um kaup véla frá IBM.
1974
í ársbyrjun var ráðið fyrsta starfs-
fólkið til að læra og vinna svo
að kerfissetningu og forritun.
1975
I ársbyrjun var ráðið fyrsta starfs-
fólkið í vinnsludeild.
I júlí hófst tilraunavinnsla með
bókun ávísana- og hlaupareikn-
inga útibús Útvegsbankans í
Kópavogi, enda hægt um vik, því
að RB var í sambýli við það
ágæta útibú í 11 ár.
í desember var haldinn 1. aðal-
fundurinn, og þá lokið yfirtöku
allra bankanna í fyrsta verkefnið,
ávísana- og hlaupareiknings-
verkefnið.
1976
I júní voru skjalaskiptin (clear-
ingin) tilbúin, og við fórum að
státa af því að vera þeir einu í
heiminum, sem klíruðu og bók-
færðu tékka í einni og sörnu
vinnslu.
1. október tengdist fyrsta útibúið
úti á landi, Landsbankinn á Húsa-
vík, við RB með símasending-
um.
1978
27. júní lögðu 6 bankar af 8 fram
yfirlýsingu á stjórnarfundi um
stefnumörkun RB. I þeirri stefnu-
mörkun var m.a. kveðið á um,
að bankarnir skyldu flytja alla
sína tölvuvinnslu til RB til þess
að réttlæta vélarstækkun í 1 MB
minni.
1981
4. ágúst hófust skjalalaus
greiðsluskipti 1. stig, eftir að
tékkalögunr hafði verið breytt
að frumkvæði RB.
6. nóvember hófst samvinna við
PACTEL um undirbúning
beinlínuvinnslu.
1982
I nrars, beinlínutenging Iðnaðar-
bankans.
25. júní samþykkti stjórnin Álykt-
un um beinlínumál.
4. október - Útboð á tækjakosti
og tilheyrandi þjónustu við bein-
línuvinnslu.
1983
15. júní samþykkti stjórn RB að
taka upp samninga við Kienzle
og Einar J. Skúlason um beinlínu-
afgreiðslutæki.
Á aðalfundi 25. nóvember var
samþykkt full aðild Santbands
ísl. sparisjóða að RB.
^atdkeratorsIur^^B|rh^PurnúH^eihinH5Úsunduin)jj
1987 1988 1989 1990 1991 1992
23 - Tölvumál