Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Page 35

Tölvumál - 01.09.1993, Page 35
September 1993 og nemenda um þá þjónustu sem stofnunin veitir ... Forstöðumenn Reiknistofnunar eftir að hún var gerð aftur að sjálfstæðri stofnun 1976 hafa verið: Jón Þór Þórhallsson 1976 - 1977 Páll Jensson 1977 - 1987 (með árshléi 1982 - 1983) Jóhann Gunnarsson 1982- 1983 (og var einnig fram- kvæmdastjóri 1983 -1987) Helgi Þórsson 1987 - 1991 Douglas A. Brotchie 1991 - . Frekari þróun tölvukosts PDP 11/34 var keypt og sett upp 1977. Hún var aðallega notuð til að stýra Calcomp tölvuteiknara. Vélin var endurnýjuð með PDP 11/60 1978 og keyrð til 1980. Ein af stærri, stefnumarkandi ákvörðunum í sögu Reikni- stofnunar var kaup á VAX 11/ 780 árið 1980. Vélin var keypt samkvæmt tillögu Páls Jenssonar forstöðumanns og Guðmundar Magnússonar stjórnarformanns. Vélin var keyrð í tíu ár og ekki tekin úr notkun fyrr en 1990. 1984 var áðurnefnd VAX vél yfirhlaðin og brýn þörf á að bregðast við því. Þá var gripið til þess ráðs að kaupa VAX 11/ 750. Ný véþsemgefiðvarnafnið "Katla" var notuð til að dreifa álagi og sér í lagi til að sinna ritvinnslu. Þessi vél átti einnig langa og farsæla lífdaga og var ekki tekin úr almennri notkun fyrr en 1992. Næstkomtil sögunnarIBM4341 sem var gjöf frá IBM á Islandi til stofnunarinnar og var gefið nafnið "Esja". Vélin var albent 28.ágúst 1985oguppsetningstóð yfir 1986. Tilgangurinn á bak við gjöfina var að gera notendum kleift að tengjast EARN rann- sóknaneti í Evrópu. Það reyndist erfitt að útfæra þessa hugmynd á sannfærandi hátt og notkuninni var hætt eftir tiltölulega skamman tíma, í kringum 1987/88. Nútíma vélastefna Reiknistofn- unar hófst með kaupum á HP 9000/840 1987. Fyrstþávarfarið að veita almenna UNIX þjónustu og framtíðaráherslan færð þangað úr VMS hugbúnaðar- umhverfi. Lengi vel var "Krafla" eins og hún hét og heitir enn aðalvinnuhestur stofnunarinnar og miðdepill notendaþjónust- unnar. Vél þessi er enn í notkun en er þó konrin á efri ár, og ein- ungis keyrð til að sinna fáeinum afmörkuðum verkefnum. í febrúar 1990 kynnti IBM athyglisverða nýja vélafjöl- skyldu, IBM RISC System/6000. Eftir töluverðar vangaveltur var ákveðið að festa kaup á vél úr þessari fjölsky ldu, vélargerð 540, til að þjóna hlutverki sérstakrar reiknimiðstöðvar. Vélin var keypt í samráði og samvinnu við hóp góðra manna, eðlisfræðinga og veðurfræðinga, sem fengu tryggðan aðgang að reikniafli gegn því að taka þátt í kaupunum með Reiknistofnun. Sú vél er keyrð enn í dag og hefur reynst raunvísindamönnum og veður- fræðingum mjög gagnleg. Sam- hliða kaupum á vélargerð 540 voru keyptar tvær minni vélar úr sömu fjölskyldu sem vinnutæki starfsmanna. Nýjastafjölnotendavél stofnunar- innarerHP 9000/750, keyptsunr- arið 1991. Sú vél er sú öflugasta og um leið í rúmmáli sú minnsta sem hefur þjónað háskólafólki á vegum Reiknistofnunar í þrjátíu ára sögu hennar. Svo fyrirferðar- lítil er vél þessi að þegar taka átti ljósmynd fyrir fréttabréf HP í til- efni afhendingarinnar, var tölu- verðum erfiðleikum háð að greina tölvuna á myndinni, svo lítil er hún. Stefnt er að því að vernda þá fjárfestingu sem þegar hefur verið lagt út í með því að bæta við vélina í áföngum eftir þörfum. ViðvélinaertengdDAT segulbandsstöð og geisladiska- lesari, og minni hefur nýlega verið stækkað í 96 MB. Til stendur að framkvæma vélar- gerðarbreytingu alveg á næstu dögunr til að auka reikniafköst vélarinnar til muna og frekari þróun er á döfinni. Húsnæði Starfsemi Reiknistofnunar fór fyrst fram í kjallara Raunvísinda- stofnunar frá því að IBM 1620 var sett upp þar í desember 1964. Þar voru bæði vélasalur og aðstaða starfsfólks. Þegar IBM 360 kom var sú vél sett upp í tölvusal sem komið hafði verið fyrir í VR I, húsi Verkfræði- og raunvísindadeildar, og flest starfs- fólkið hafði aðstöðu í timbur- húsi við suðurenda VR I, hús sem var í daglegu tali kallað "Sumarhús". Tölvuveri fyrir ein- menningstölvur var komið upp í "Sumarhúsi" 1983 eða ’84 og starfsliðið flutti í enn eitt timbur- húsið, "Sumarhöll", sem stóð þar sem Tæknigarður stendur nú. í tímans rás var svo allri kjarna- starfsemi stofnunarinnar (vélasal og skrifstofuhúsnæði) komið undir eilt þak á ný í nýreistum Tæknigarði nóvenrber 1988. Merkir áfangar IBM 1620 var fyrsta tölva sem fengin vartil landsins til vísinda- legra og fræðilegra útreikninga. 35 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.