Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Side 36

Tölvumál - 01.09.1993, Side 36
September 1993 Samkvæmt samtímaheimildum var 1620 ekki fyrsta vélin sem sett var upp hér á landi - þann heiður átti 1401 vél SKÝRR - en háskólavélin var langtum stærri, með tífalt stærra minni. Við komu 1620 hófst einnig innreið forritunarmála í líkingu við þau sem við þekkjum í dag, nefnilega Fortran II. Stefna ríkisins virðist lengi vel hafa verið að vera með tvær vélar á vegum ríkisins, hjá SKÝRR til að sjá unt skýrslugerð og í Reiknistofnun Háskólans til að sjá um vísindaleg og verk- fræðileg rannsóknaverkefni. Fyrsti tölvuteiknarinn (Calcomp) sem fenginn var til landsins var settur upp 1978 og tengdur við PDP 11 vél. VAX væðing hófst með stórhuga ákvörðun um að fá til landsins VAX 1 1/780. Ekki voru síður mikilvægir þeir hugbúnaðar- pakkar sem settir voru upp á vélinni, t.a.m. tölfræðipakkarnir SAS og SPSS og líka NAG forritasafnið. Reiknistofnun hefur alla tíð lagt áherslu á og lagt fram mannskap til að taka þátl í þeirri þýðingar- miklu grundvallarstarfsemi að aðlaga tölvubúnað og öllu því tilheyrandi að íslenskum að- stæðum. UNIX væðing sem hófst hjá RHÍ með kaupum á HP 9000/840 í 1987 eftir töluverðar umræður og vangaveltur hefur líka reynst farsælt og haft mikil áhrif. 1 kjölfarið fylgdi uppsetning há- skólanets, sem er mjög stórt og samanstendur af mörgum sam- tengdum Ethernet netum, tengd m.a. með glerþráðum. Þróun þessa nets er sökum stærðarinnar og dreifðra háskólabygginga af skiljanlegum ástæðum flókin, og hefur verið framkvæmd í áföng- um. Þriðji þróunaráfangi stendur nú yfir. Reiknistofnun í dag Hlutverk Reiknistofnunar hefur breyst í gegnum tíðina eins og eðl i legt og óhj ák v æm i 1 egt er með hliðsjón af breytingum sem hafa orðið á tölvutækni og notkun hennar á síðastu þrjátíu árum. Húnerekki lengurreiknimiðstöð þjóðarinnar - reikniafl er ódýrt, eins og velkunnugt er, og orðið útbreitt og almenningseign. Stofnunin er frekar orðin að þekkingar- og þjónustumiðstöð, þar setn áhersla er lögð á þjónustu við háskólasamfélagið. Einn mjög mikilvægur þáttur í núverandi starfsemi erskipulagn- ing og rekstur háskólanets, en eins og komið var að áður er háskólanet óvenjulegt, marg- slungið og flókið í uppsetningu og rekstri. Netið er þegar orðið þýðingarmikið fyrir starfsemi skólans, og mikilvægið fer stöð- ugt vaxandi. fypin NetWape fypip 08/2 fypip UNIX fypip Macintosh fypip VMS fypip MVS

x

Tölvumál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.