Tölvumál - 01.09.1993, Blaðsíða 42
September 1993
á dreifðri gagnavinnslu. Sú dreif-
ing var þó með öðru sniði en
við eigum nú að venjast! Reikni-
stofnun Háskólans var vestur á
Melum, Fasteignamatið til húsa
við Lindargötu og SKÝRR við
Háaleitisbraut. Gögn varð að
"Maöur heyröi
bölvað
fasteignamatshjakkið
í prentaranum
strax og maður
opnaði útidyrnar
og fór bara
heim aftur"
flytja á milli þessara þriggja staða
og framkvæma vissa verkþætti á
hverjum stað. Gögnin voru mjög
umfangsmikil, ekki talið í mega-
bætum heldur reiknað í kílóum
og fjölda gataspjalda. Skrár
samanstóðu eins og áður segir af
gataspjöldum úr pappa, stærri en
tékkaeyðublöð. Á hvert spjald
mátti skrá 80 stafi en af þeim fór
þó fjórði hver stafur í auðkenni
og greinitölur. Spjöldin voru í
kössum, 2000 í kassa. Upplýs-
ingasafn Fasteignamatsnefndar
Reykjavíkur fyllti hátt í 40 kassa
þegar allt var talið. Til að flytja
alla skrána þurfti því stóra sendi-
ferðabifreið. í dag mætti korna
skránum fyrir á fáum litlum disk-
lingum og geyma í vasa sínum.
Fasteignamatsnefnd Reykjavíkur
ákvað að láta sérmeta allar íbúðir
í borginni þó hvert íbúðarhús væri
samkvæmt lögum ein fasteign.
Af því leiddi að opinberlega varð
að skrá eina matsfjárhæð fyrir
hvert hús án tillits til þess hversu
margar íbúðir væru í því. Menn
þóttust hins vegar sjá fyrir að
lögum yrði bráðlega breytt svo
hver íbúð yrði sérstök fasteign
eins og við eigum að venjast í
dag. Matsreikningar voru því
framkvæmdir þannig að hver
íbúð var fyrst sérmetin en síðan
var matsverð allra íbúða í hverju
húsi lagt saman í eina matsfjár-
hæð. Til þess að framkvæma
matið með þessum hætti þurfti
að gera flókna útreikninga og
allar skrár urðu mun stærri en ef
einfaldari leið hefði verið valin.
Síðar kom í ljós að hér var um
mikla framsýni að ræða sem
sparaði stórfé.
I tölvukerfum þessa tíma voru
ekki glögg skil á milli tölvu-
vinnslu og handavinnu. Fyrsti
þátturgagnavinnslunnarhófstvið
götun upplýsinga á spjöld. Fast-
eignamatið annaðist það verk
að mestu sjálft. Húsaskoðunar-
menn fóru inn í allar íbúðir í
borginni og fylltu út eitt eða fleiri
Gögnin voru mjög
umfangsmikil,
ekki talið í
megabætum
heldur reiknað í
kílóum og
fjölda gataspjalda
eyðublöð með lýsingu á hverri
íbúð og öðrum einingum. Stúlk-
urnar sem skráðu upplýsingarnar
á spjöld gættu að því að allt
blaðið væri fyllt út. Ef einhver
atriði vantaði gerðu þær athuga-
semdir og kölluðu eftir leiðrétt-
ingum áður en gengið var frá
gögnunum. Þetta var fyrsti þáttur
villuleitar. Næstaþrep varsérstök
aðgerð framkvæmd í vélum
SKÝRR og tölvu Reiknistofn-
unar. Villuleitarforritin voru að-
skilin frá sjálfum matsforritunum
og matsforritin voru óháð fram-
færslu skránna. Afkastageta tölv-
unnar leyfði ekki að fleiri en eitt
verkefni væri unnið í einu. Mikil-
vægt var að spjöldin væru í réttri
röð þegar tölvan framkvæmdi
villuleitina. Minnið var of lítið
til að hún gæti bæði raðað upp
gögnunum og framkvæmt hina
viðamiklu útreikninga. Spjöldin
voru þess vegna fyrst send til
SKÝRR til röðunar áður en þau
voru villuleituð. Röðunin var all-
flókin og flæðirit sem lýsti röð-
unarferlinu tókheilaró blaðsíður.
Að lokinni röðuninni var spjöld-
unum ekið til Reiknistofnunar
þar sem IBM 1620 gerði villuleit
og prentaði út lista. Að því loknu
var spjöldum og pappír aftur ekið
niður á Lindargötu þar sem starfs-
menn Fasteignamatsins fjar-
lægðu röngu spjöldin úr köss-
unum og stungu nýjum leiðrétt-
um í staðinn. Villuleitina mátti
framkvæma í slöttum með nokkr-
um kössum í einu. Matsreikninga
varð hins vegar að framkvæma í
einni samfelldri vinnslu. Niður-
stöður úr matsreikningum hvers
húss voru prentaðar á pappír jafn-
óðum. Útprentanirnar voru síðan
bundnar í bækur. Nauðsynlegt
var að allar eignir væru í réttri
röð í matsbókunum til þess að
unnt væri að finna einstakar eignir
með góðu móti síðar.
Villuleit í tölvu var á þessum
árum frumstæðari en nú gerist.
Nú vita menn af langri reynslu
hvarvitluhættanermest ogýmsar
kennitölur eru þekktar til villu-
prófana. Þegar kerfi Fasteigna-
matsnefndar Reykjavíkur var
hannað höfðu höfundarnir enga
reynslu að byggja á. Nokkur
brögð voru þess vegna að því að
villur færu í gegn. Tölvan gat
sannreynt að allir dálkar væru
útfylltir með leyfilegum kódum
en það var henni til dæmis ofviða
að finna hvort ummál húss væri
42 - Tölvumál