Tölvumál


Tölvumál - 01.09.1993, Qupperneq 48

Tölvumál - 01.09.1993, Qupperneq 48
September 1993 norrænu samstarfi um hugbúnað og fleira varðandi tölvuvæðingu skóla. Samstarfsnefnd þessa verk- efnis hefur gengið undir heitinu Dataprogramgruppen og er einna þekktust fyrir samhæfingu í þýð- ingu og dreifingu norræns hug- búnaðar svo og námskeið fyrir kennara þar sem fjallað er um hugbúnaðarhönnun og samstarf kennara og forritara við gerð bún- aðar. Fyrir tilverkan þessa sam- starfs hafa íslendingar fengið þýðingarheimild á fjölda forrita sem henta einkum í efri hluta grunnskóla og byrjun framhalds- skóla. Fjármagn hefur ráðið því hve mikið hefur tekist að þýða og gefa út. Þessu samhliða og með minni tilstyrk opinberra aðila hafa einstaklingar og hópar kennara unnið að þýðingum og aðlögun á forritum, oft í ein- hverjum tengslum við innflutn- ingsfyrirtæki en vinnan hefuriðu- lega verið unnin í tómstundum. Skipulagt samstarf kennara Árið 1983 var stofnað félagið 3F eða Félag Forritara Fræðslu- kerfisins. Því var ætlað að vera "opinn vettvangur fyrir þá sem ynnu að forritun og við tölvur á vegum skólanna og/eða kenndu forritun og tölvunotkun". Félagið heitir nú 3F - Félag tölvukennara og hefur beitt sér í hagsmuna- baráttu þeirra sem hafa umsjón með tölvubúnaði og tölvunotkun í skólum, gefið út fréttabréf á pappír og á tölvuneti, staðið fyrir kynningarfundum og átt samstarf við ýmsa aðila, m.a. Skýrslu- tæknifélag íslands. Félagsmenn voru framan af einkum úr röðum framhaldsskólakennara, síðar einnig kennara á unglingastigi en á síðari árum hefur kennurum á bamastigi fjölgað þar og umræð- an um leið orðið meiri um tölvu- notkun í kennslu ýmissa náms- greina. Umræðuvettvangur og ritað mál Nokkrar ráðstefnur hafa verið haldnar um tölvunotkun í skóla- starfi og er athygli vert hve stórt hlutverk Skýrslutæknifélag Islands hefur haft á hendi í þeim efnum. Aðeins ein ráðstefna hefur verið haldin án aðildar þess og frumkvæðis, en það var í febrúar 1986 er menntamála- ráðuneytið hélt í samstarfi við Kennaraháskóla Islands, Náms- gagnastofnun og fræðsluskrif- stofur ráðstefnuna Tölvur og skólastarf. Ráðstefnur þær sem SI hefur staðið að, oft í samráði eða samstarfi við aðila innan menntakerfisins eru þessar: EDB og skolepolitik 1983 sem var norræn ráðstefna Nordisk Dataunion fyrir skólamenn og stjórnmálamenn, haldin á íslandi í umsjá SI. Educational Software at Second- aryLevel 1989 sem var ráðstefna International Federation for Information Processing með þátt- töku frá 17 löndum. Ráðstefnan var haldin í umsjá SI og KHI. Tölvunotkun í námi 1991 sem haldin var í samstarfi SI við fjöl- margar stofnanir menntakerfisins og kennarasamtök. Að auki hefur SÍ staðið að styttri ráðstefnum og fundum þar sem fræðslumál hafa verið megin- atriði. Þá hefur félagið nokkrum sinnum staðið að kynningum á tölvufræðslu og fengið til liðs við sig skóla innan opinbera kerfisins og aðila sem bjóða námskeið á opnum markaði. Varðandi ritað mál um tölvu- væðingu í skólakerfi er þáttur Skýrslutæknifélags íslands einnig veigamikill. Ritað mál um áhrif tölvuvæðingar á skólastarf er takmarkað í almennum ritum kennara. Þannig hefur ekki birst nema rúmlega einn tugur greina á þessu málasviði í Nýjum mennta- málum frá upphafi göngu tíma- ritsins 1983. I raun má segja að eftir 1990 hafi T öl vumál Skýrslu- tæknifélags Islands birt fleiri greinar um tölvuvæðingu í ísl- ensku skólakerfi en nokkurt ann- að rit. En mikið er til af erl- endum skrifum. Æskilegt hefði verið að menntamálaráðuneyti hefði t.d. staðið að þýðingu á norrænu efni þar sem fjallað er um tölvunotkun í námsgreinum og komið því á framfæri við íslenskaskólamenn. Iritinu "Nytt om data i skolan" hafa þannig verið þemahefti um tölvunotkun í listgreinum, í stærðfræðinámi, í móðurmálsnámi en þetta erlenda efni hefur ekki skilað sér inn í umræðu hér og augljóst er að betur þarf að tengja slfkt íslensk- um aðstæðum Fullyrða má að skortur á rituðu efni um málið hafi háð þróun í skólum og valdið því að menn nýta ekki nógu vel það sem þegar hefur verið gert og gert vel. Það hefur einnig gert hinum almenna kennara erfiðara fyrir að átta sig á samhengi og möguleikum. Tölvumál eigahins vegar þakkir skildar fyrir framlag sitt. íslenska menntanetið Á síðustu árum hefur athygli beinst að tölvusamskiptum. Til- drög íslenska menntanetsins (ismennt) eru áhugi skólastjórans á Kópaskeri á samtengingu skóla og opnun samskipta út fyrir land- steinana samfara lítt aðlaðandi notendaskilum fyrir þá sem 48 - Tölvumál

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.