Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Síða 12

Tölvumál - 01.10.1996, Síða 12
Október 1996 skrift sáralítið? Markmið með skrift yrði þá eingöngu að nem- endur skrifuðu læsilega skrift í stað t.d. tengdrar ítalíuskriftar. Eins og þessar spurningar bera með sér þá var viðfangsefnið að átta sig á því hvaða áhrif notkun ritvinnsluforrita getur haft á ríkj- andi hefðir í námi og kennslu. Um- ræðan varð sjóðheit á köflum því þarna var um margar heilagar kýr að ræða sem eru svo rótgrónar í vitund bókmenntaþjóðarinnar að sá sem varpar fram efasemdum er allt að því landráðamaður. I slíkum umræðum kemur margt upp á yfirborðið og er undirritaður þess fullviss að það er ekki tæknin sjálf sem er stærsta hindrunin í tölvu- notkun í grunnskóla heldur kennsluhættimir og þær hugmynd- ir sem þeir byggja á. Þau viðhorf hafa komið upp og verið fyrir- ferðarmikil í umræðunni að tölvan sé aðeins truflun á „eðlilegu skóla- starfi“. Þar sem einn kennari sér mikla möguleika tölvunnar er sýn annars sú að það hefði aðeins truflandi áhrif. Þá er mjög mikil- vægt að fá viðhorfin upp á yfir- borðið, í umræðuna, og glíma við þau í sameiningu. „Allt er betra en þögnin“. Og sem betur fer opnast augun smám saman fyrir því að tölvur eru aðeins kærkomin tæki brúkleg á ýmsa lund í grunnskóla líkt og mörg önnur tæki, svo sem myndbandstæki. Allt frá árinu 1992 hafði verið tölva til nota á bókasafni skólans. Við þá tölvu var keypt módem og skólinn tengdist íslenska Mennta- netinu. Strax hófu 3 kennarar til- raunir með samskiptaverkefni með góðum árangri. Þessar tilraunir fóru ekki leynt og komu að sjálf- sögðu inn í myndina þannig að aðrir kennarar gátu fylgst með nýjum möguleikum. Fyrsta opinbera plaggið um stefnu skólans í tölvumálum leit dagsins ljós um þetta leyti. Þar kom skýrt fram að „tölvu- uppeldi“, eins og við köllum það, hæfist strax í 1. bekk og ábyrgð á því skyldi hvfla á herðum almennra bekkjarkennara og faggreina- kennara. Stefnt skyldi að því að koma upp vel útbúinni tölvustofu með einni tölvu fyrir hverja tvo nem- endur bekkjardeildar. Tölvustofan skyldi vera opin öllum og kennarar gætu bókað tíma. Kveðið var á um að bjóða skyldi upp á tölvuval í efstu bekkjum þar sem nemendur gætu aukið þekkingu sína t.d. í rit- vinnsluforritum, töflureiknum og samskiptum um Intemetið. Einnig sagði í þessari stefnuyfirlýsingu: „A öllum skólastigum verði lögð áhersla á fjölbreytta og „lifandi tölvunotkun“ þar sem nemendur kynntust möguleikum tölvunnar í námi, t.d. með notkun ritvinnslu og tölvusamskiptum“. Ný sóknarfæri í um það bil tvo vetur var eina tölvunotkunin í skólanum í neðstu bekkjunum fyrir utan þetta sam- skiptabrölt í gegnum Intemetið og einstaka ofurhuga sem höfðu kjark í tölvustofuna. Hafinn var undir- búningur að tölvukaupum fyrir mið- og efstastigið. Mikil umræða fór að sjálfsögðu fram í kennara- hópnum um væntanleg tækjakaup og kennarahópurinn var algjörlega á einu máli um hvaða tölvutegund kaupa skyldi. Hér ætla ég ekki að rekja þá þrautagöngu sem þetta mál fékk í bæjarpólitíkinni í Borg- arnesi en í október á síðasta ári bakkaði flutningabíll upp að skólanum og inn voru bornar 10 Macintosh margmiðlunartölvur af nýjustu gerð. Um leið og listinn, þar sem kennarar panta tíma í tölvustofu, var kominn upp fylltist hann. Það sem eftir lifði vetrar var tölvu- stofan svo umsetin að skólastjórinn lenti í mestu vandræðum með að finna tíma fyrir ræstingafólk til að þrífa stofuna. Og hvað gera svo kennarar við svona glæsilegar græjur. Þetta er að nokkru leiti eins og að byrja upp á nýtt. Möguleikarnir virðast óendanlegir og voru gerðar ýmsar tilraunir með þennan nýja tækja- búnað. Alls kyns geisladiskar stútfullir af upplýsingum voru nýttir til ritgerðasmíða t.d. í samfélagsfræði og náttúrufræðum. Leitað var upp- lýsinga á Internetinu, t.d. var heimasíða Geimferðastofnunar Bandarfkjanna hópi nemenda sem gullnáma í verkefnavinnu í íslensku. Upplýsingar á heima- síðum um Bítlana og bítlaæðið voru leitaðar uppi til að bera það tímabil saman við hippatímabilið í ritgerð í samfélagsfræðum. Myndmenntakennarinn sá sér leik á borði með þrívíddarmarkmið í myndmennt og gerði skemmtilega tilraun með öflugt þrívíddarforrit. Kennsluforrit í ensku voru töluvert notuð í fyrra ásamt því að ensku- nemar slógu inn texta og fóru í gegnum hann með leiðréttingar- búnaði. Þessa reynslu höfum við verið að melta með okkur og þykir sýnt að tilraunastarfseminni verði hald- ið áfram í vetur af fullum krafti. Nú í skólabyrjun er þegar vitað að samskiptaverkefni á Internetinu verða aukin. Myndmenntin ætlar að virkja myndbandatæknina í gegnum tölvurnar til að ná inn Frh. á nœstu síðu Börn eiga oft erfitt með að átta sig á því að heimurinn hafi ekki alltaf verið eins og hann er núna, hvað varðar þægindi og tækni. Kemur það glöggt fram í svari nemanda eins sem svaraði spurningunni um það hvaða aðferðum Árni Magnússon hefði beitt til þess að eignast handrit á þá leið að „ ... sum fékk hann gefins, en önnur ljósritaði hann.“ 12 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.