Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Síða 17

Tölvumál - 01.10.1996, Síða 17
Október 1996 Norræna skólanetið - Óðinn Eftir Láru Stefánsdóttur Norræna skólanetið (http:// www.nmr.dk/nsd/) var formlega tekið í notkun af forsætisráðherr- um Norðurlanda á þingi Norður- landaráðs í Stokkhólmi í mars 1994. Markmiðið með netinu er að gefa norrænum skólum betra tæki- færi til innbyrðis samskipta og auðvelda aðgang að upplýsinga- kerfum allra landanna. Norræna skólanetið er ekki áþreifanlegt net heldur samstarf milli Norðurlandanna á Interneti. Þannig er sett upp heimasíða (http://www.nmr.dk/nsd/) og við hana eru tengdar heimasíður skóla- neta Norðurlandanna. Hvert land- anna hefur síðan sitt eigið net sem þau byggja upp á eigin ábyrgð. Fulltrúar landanna hittast á sam- ráðsfundum í þremur nefndum. Þær eru tækninefnd sem hefur haft það starf að tryggja að norrænir bókstafir fari eðlilega milli land- anna, upplýsinganefnd sem fjallar um innihald og útlit vefsíðna skóla- netsins og kennslufræðinefnd sem fjallar um verkefni fyrir nemendur á netinu út frá kennslufræðilegu sjónarmiði. I upphafi var tækninefndin virkust á meðan verið var að koma samskiptunum í eðlilegt horf og fá öll löndin til að tryggja móttöku Norrænna bókstafa. Þetta hefur tekist utan þess að enn eru nokkur vandamál að senda samíska bók- stafi ásamt bókstöfum sem hin Norðurlöndin nota. Þetta stafar meðal annars af því að samískan notar ekki sama stafasett og hin löndin. Danir hafa einnig nýtt First Class ráðstefnukerfi í samskiptum og það fomt getur ekki tryggt norr- æna stafi milli landanna. Aðrir hafa nýtt IS08859 eða Quoted printable (QP) staðla sem gera það að verkum að bókstaf- irnir birtast rétt milli landanna. Hér á landi er QP ekki notað en hinsvegar víðast möguleiki á að taka á móti bréfum af þeim staðli. Norðurlöndin byggja upp skólanet með ólíkum hætti. Hér verður stiklað á stóru um stöðu og uppbygg- ingu skólaneta í þess- um löndum. Framkvæmdaáætl- un álensku lands- stjórnarinnar frá því í nóvember fjallar um upplýs- ingatækni og er uppbygging á þessu sviði í gangi. Þar sem Alandseyjar eru litlar, er fyrirhug- að að hafa net sem þjónar stjórn- sýslu, skólum, atvinnulífi og öðr- um sviðum þjóðfélagsins. Alenska skólanetið (http://www.atc. aland.fi/skolnet/skolnet.html) er byggt upp af álensku tæknimið- stöðinni (http://www.atc.aland.fi) sem hefur yfirumsjón með þróun og samræmingu tölvusamskipta bæði í skólum og atvinnulífi eyj- anna. I Danmörku hafa skólar átt kost á samskiptum í gegnum þjónustu- veitu danska menntamálaráðu- neytisins (http://www.uvm.dk/) í um 10 ár. Þar hefur einnig verið lögð áhersla á aðgengi að gagna- söfnum fyrir nemendur svo sem að POLTXT með greinum úr dönsk- Tölvumál - 17

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.