Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Síða 22

Tölvumál - 01.10.1996, Síða 22
Október 1996 nægjandi að námsefnið breytist með því einu að smellt sé á músina, nema í þeim tilvikum að nem- andinn sé að læra að stýra músinni. Viðgjöfin (feedback) eykur líkur á að nemandinn vindi sér strax í næstu verkeiningu með svipuðum hætti og áður. Við segjum að nem- andinn taki framförum. Vísbend- ingar og viðgjöf eru verkfæri sem við notum til að stilla kennsluefnið af svo flestar athafnir nemandans reynist tækar og framvinda efnis- ins gangi hratt og snurðulaust fyrir sig. Jafnt og þétt aukast kröfur okkar um að athafnir nemandans verði flóknari og að hann sýni fjöl- breytilega færni án sérstakrar hjálpar. Við segjum að námsefnið þyngist. Samhliðaþví drögum við úr stuðningnum með því að fækka smátt og smátt vísbendingum og sérstakri viðgjöf eða umbun. Með aukinni færni nemandans taka við náttúrulegar afleiðingar verksins, þ.e. að nemandinn hefur vald á því sem hann er að gera og það heldur honum gangandi. Þumalfingurs- regla þess sem stýrir öðrum til verka er því þessi: Byrjendur - smá skref og mikil stjómun. Námsvanir - stór skref og lítil stjórnun. Til að framfylgja þessari stjómun á hegð- un nemandans, sem þarf stöðugt að vera í gangi, höfum við ýmis gagnleg verkfæri. Tvö þeirra eru einmitt vísbendingar og viðgjöf. Að auka líkur þess að nemandinn hafi námsefni við hæfi AHA+ reglan Fyrirmæli og vísbendingar eru þær aðstæður eða áreiti sem nemandinn vinnur við og eru AÐDRAGANDI þeirrar hegðunar nemandans sem við köllum að hann sé að læra. Aðdragandinn myndar fyrsta liðinn (A) í AHA+ reglunni. Það má segja að aðdrag- andinn sé eins konar merki um hvað eigi að gera, svona rétt eins og umferðarskilti eða götuvitar. Þegar maður sér þetta merki, þá gerir maður svona. Rautt ljós - stoppa. Grænt ljós - áfram. Breyt- ist aðdragandinn þá breytist hegðunin. Hegðunin (H), að læra, er annar liður AHA+ reglunnar. Þriðji liðurinn (A) táknar viðgjöfina sem gefur upplýsingar urn hvernig til tókst. Viðgjöfin felur í sér AFLEIÐINGAR hegð- unarinnar. Til að undirstrika að viðgjöfin var umbunandi, getum við bætt við + tákni, og höfum þá AHA+ regluna. Með því að breyta aðdraganda og afleiðingum á kerfisbundinn hátt, sjáum við kerfisbundna breyt- ingu áhegðuninni. Aðdragandi og afleiðingar eru breytur sem við stýrum. Hegðun er líka breyta og er háð aðdraganda og afleiðingum. Samband hegðunar við aðdrag- anda og afleiðingar getum við kallað AHA-vensl (contingency). í flestum tilvikum vinnur nem- andinn eftir meginferli kennslu- forritsins þar sem afleiðingar þess sem hann gerir felast m.a. í því að opna honum leið áfram í næsta þrep (A+). Breytist hegðunin breytast afleiðingar hennar. Breyt- ast afleiðingarnar þá breytist hegðunin. Þetta hringferli AHA - vensl- anna er sívirkt á hverjum stað í kennslufon'itinu og stillir sig stöð- ugt af út frá því sem nemandinn gerir og samkvæmt því marki sem ákveðið var í upphafi. Á hverjum stað er athugað hvort hegðun nemandans falli að kennslumark- miðinu eða markvissum áföngum þess. Er hegðunin tæk? Já, höldum áfram. Er hegðunin tæk? Nei, gerum eitthvað í málinu. Röð verkeininga Kennsluforrit eru mislöng. Löng kennsluforrit hafa fleiri verk- einingar en þau sem styttri eru. Skematískt yfirlit á góðu kennslu- forriti getur litið út eins og flókið vegakerfi þar sem hægt er að fara um brýr og undirgöng, stytta sér leið eða taka stóran sveig. Hvert skref eða verkeining í kennslufor- ritinu er mörkuð af vísbendingum og viðgjöf. Hver verkeining eða þrep er eðlilegur og rökrænn að- dragandi þeirrar verkeiningar sem á eftir kemur. Hver verkeining er einnig eðlileg og rökræn afleiðing þeirrar lausnar sem taldist tæk í þrepinu sem á undan fór. Hvað við köllum verkeininguna, skjá, ramma, skref, þrep, áfanga eða eitthvað annað, er háð samhengi hverju sinni. Þrepin mynda sam- fellu þar sem hvert þrep er í efnis- legum og rökrænum tengslum við önnur þrep. Vinnuhraði nemanda, sem vinnur eftir kennsluforriti þar sem vel hefur tekist til um röð verk- eininganna, eykst að öllum líkind- um eftir því sem líður á kennslu- forritið. Einnig gerist það oft að 3. mynd AHA + reglan Aðdragandi Hegðun Afleiðingar A : Hn+1 — A + A V _______________________<■... ........................... Með aðragandanum leggjum við upp fyrir hegðunina sem hefur ákveðnar afleiðingar. Umbunandi afleiðingar auka líkur á að hegðunin sem á undan þeimfór verði endurtekin. 22 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.