Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Síða 26

Tölvumál - 01.10.1996, Síða 26
Október 1996 Tölvur í sérkennslu fyrir nemendur með lestrar- og skriftarörðugleika Eftir Ólöfu Guðmundsdóttur Grundvöllur góðrar menntunar er að kunna að lesa og skrifa. En það er ekki öllum gefið að eiga jafn auðvelt með að tileinka sér þessa list. Hugsum okkur nemanda sem á í námserfiðleikum. Lagt er fyrir Nonna að skrifa setningu frá eigin brjósti eða skrifa stuttan texta upp úr bók. Nonni hefur þá reynslu að allt sem frá honum kemur er rneira og minna rangt stafsett, stafirnir snúa öfugt, hann byrjar að skrifa en skrifar rangt, strikar yfir, skrifar aftur rangt, byrjar á ný og gerir jafnvel nýja villu. Það reynist Nonna mjög erfitt að komast af stað við skriftirnar og allir aðrir en hann virðast fljótir og duglegir. Eini afrakstur Nonna eftir erfiðið er skítugt blað að sýna kennaran- um. Blað sem hann rífur í sundur og hendir, reiður og grátandi. Von- brigðin valda því svo að Nonni nálgast næsta verkefni sitt með hræðslu eða neitar jafnvel að gera nokkurn skapaðan hlut. Hjá dreng eins og Nonna kemur ávallt fram ákveðin andúð á að skrifa og það er ofur eðlilegt að rithönd slíkra bama verði einkenni- lega stirð og gróf, vegna þess að þau valda því ekki sem þau eru að gera. Með því að nota tæknina þ.e. a.s. tölvuna í kennslustofu eða heima er hægt að minnka erfiðleika nemenda eins og Nonna eða réttara sagt að gera þá ósýnilega. Tölv- urnar gera þessum nemendum kleift að vinna sögu, ritgerð eða önnur verkefni og koma þeim snyrtilega frá sér án stafsetning- arvillna á auðveldan og afslapp- aðan hátt. Kostir tölvunnar fyrir nemendur sem eiga við hreyfi- hömlun að etja, fyrir nemendur með slakar fínhreyfingar eða nem- endur með skriftar- og lestrar- örðugleika eru ótvíræðir. Sjálfs- traust þessara nemenda eykst til mikilla muna og hæfileikar þeiixa fá betur að njóta sín, þeir eru ekki lengur faldir á bak við ólæsilega skrift. Þessir nemendur eru einnig betur í stakk búnir til að taka áhættu í ritun og skrifa lengri sögur þegar þeir vinna á tölvur. Frumskilyrði þess að nemendur geti nýtt sér tölvuna til fullnustu er að þeir læri á lyklaborðið og rétta fingrasetningu. Rannsóknir sem gerðar hafa verið í Bandaríkj- unum sýna að nemendur sem læra rétta fingrasetningu og notkun lyklaborðsins, nýta sér tölvuna mun betur við alla ritvinnslu. Leikni í vélritun og almenn leikni í sambandi við lyklaborðið er krafa um ákveðna hæfni og er ekki óeðlilegt að hún sé gerð í grunnskólanámi. Ég tel að það þyrfti að taka upp markvissa kennslu í fíngrasetningu og notkun lyklaborðsins og tölvunnar al- mennt í grunnskólum landsins eins fljótt og auðið er. Flestir skólar í Bandaríkjunum sem eru byrjaðir að hefja kennslu á lyklaborðið í grunnskóla, virðast byrja í 3-4. bekk. Nýleg rannsókn í Banda- ríkjunum tengd fínhreyfingum bama og fæmi þeirra á lyklaborðið sýnir fram á að stuttar æfingar í lengri tíma skili betri árangri heldur en samfelld kennsla á lykla- borðið í stuttan tíma. Tölva í kennslustofu er ekki lengur valkostur fyrir nemendur sem eiga í erfíðleikum varðandi skrift og ritun, tölvan er algjör nauðsyn fyrir þá. Það er þess vegna tímabært að efla tölvunám og tölvukennslu í grunnskólum landsins. Ólöf Guðmundsdóttir er sérkennari Lyklaborð Ritþjálfa frá Hugfangi ehf. 26 - Tölvumál

x

Tölvumál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.