Tölvumál


Tölvumál - 01.10.1996, Qupperneq 27

Tölvumál - 01.10.1996, Qupperneq 27
Rafræn útgáfa námsgagna hjá Námsgagnastofnun Október 1996 Eftir Svein Kjartansson Forritaútgáfa Námsgagnastofnunar til dagsins í dag I ár eru liðin 10 ár frá því að Námsgagnastofnun gaf út sitt fyrsta kennsluforrit. Það er ísl- enskt, heitir Kennsluþjónninn, eftir þá feðga Heimi Pálsson og Berg Heimisson. Forritið var gert fyrir BBC-tölvur og síðar PC- tölvur og er enn í notkun. Þó hefur orðið gífurlega hröð þróun í tölvu- og hugbúnaði. Sem kennslutæki er tölvan afskaplega spennandi og aukin fjölbreytni í hugbúnaði hvetur til aukinnar notkunar í skólunum og á heimilunum. Ég vil þó leggja áherslu á þá skoðun mína að tölva og hugbúnaður korni aldrei í staðinn fyrir bækur og önnur kennslutæki sem til em í dag en er góð viðbót við það sem fyrir er. Námsgagnastofnun hefur reynt að gefa út forrit fyrir sem flestar námsgreinar en stærðfræðiforrit móðunnáls- og sérkennsluforrit eru í meirihluta. Islenskum forrit- um fer fjölgandi, þótt hægt gangi. Á vegum Námsgagnastofnunar em nú á markaði rúmlega 80 kennslu- forrit, í ýmsum námsgreinum. Samstarfsaðilar Námsgagnastofnun hefur tekið þátt í norrænu samstarfi á vegum norrænu ráðherranefndarinnar, að tilhlutan menntamálaráðuneytis- ins, þar sem Norðurlöndin fimrn hafa árlega skipst á forritum. Langflest forrit Námsgagnastofn- unar eiga rætur í þessu samstarfi en útgáfan hófst 1988. Aðrir sam- starfsaðilar um forritaútgáfu eru naumast til, en til er það að styrkir hafi fengist til hugbúnaðargerðar frá félagasamtökum og fyrir- tækjum. ■ Byrjendakennsla ■ Danska □ Ensk □ Önnur erlend mál □ Heimilisfræði □ íslenska ■ Myndmennt m Náttúrufræði ■ Samfélagsfræði M Sérkennsla □ Skrift □ Stærðfræði ■ Tónmennt □ Ýmislegt Tölvumál - 27

x

Tölvumál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.